11.10.2007 | 06:57
Átta ára skáti
Átta ár liðin frá fæðingu litla ofurhugans okkar Vá hvað tíminn flýgur áfram... ég man eftir þessum degi, 11. október árið 1999, eins og hann hafi gerst í gær. En litli guttinn er búinn að afreka margt á þessum átta árum sínum. Byrjaði 6 mánaða í vist hjá hinni þýsku dagmömmu Sonju í Krosshömrum 9a sem við svo seinna keyptum húsið af og Valur Snær kallaði það alltaf Sonjuhús. Var svo á leikskólanum Klettaborg frá tveggja til fimm ára þar sem hann atti kappi við bróður sinn og Daníel Þór frænda sinn alla daga. Varð svo auglýsingastjarna á Íslandi fimm ára gamall þar sem hann lék hinn kjaftfora leikskóladreng í auglýsingum Umferðarstofu. Flúði í kjölfar frægðarinnar til Danmerkur þar sem hann er búinn að fara í þrjá skóla og eignast vini af hinum ýmsu þjóðernum. Orðinn reiprennandi í dönsku og búinn að æfa fimleika, fótbolta og breakdans og er nú orðinn flottur skáti sem er... ávallt viðbúinn
Við vöktum hann klukkan sex í morgun með afmælissöng og litlum pakka sem hann var fjarskalega ánægður með. Hann fær svo fleiri pakka seinni partinn þegar hann kemur heim úr skólanum og þá ætlum við líka að baka köku saman og hann fær svo að velja hvað er í kvöldmat.
Annað kvöld ætlum við að fara í fyrsta skipti í leikhús í Danmörku Hilmar var að vinna tvo miða í vinnunni sinni á Jesus Christ Superstar og við ætlum að kaupa tvo miða fyrir strákana svo við getum farið öll saman að sjá þetta show. Okkur hlakkar rosalega til og strákarnir vita ekkert af þessu ennþá því við ætlum að koma þeim á óvart. Á laugardaginn verður svo Halloween afmælisveisla hér fyrir bekkinn hans Vals Snæs. Hann bauð 23 börnum sem eiga öll að koma í "óhugnarlegum búningum" svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því Mamma, pabbi og Tinni koma svo til okkar á laugardagskvöldið svo það er nóg að gerast næstu daga og mikil spenna í gangi
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæhæ innilegar hamingjuóskir á tessum merka degi:) bestu kvedjur til ykkar allra
sædis (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:52
Elsku Eydís til hamingju með skátastrákinn. Orðinn 8 ára gæji.
Hafið það rosalega gott bara og góða skemmtun á showinu.
kv. Brynja og familí
Brynja og co (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 09:41
Hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Valur Snær
hann á afmæli í dag
Húrra ! húrra ! húrra !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Til hamingju með afmælið flotti fallegi skáta frændi
Knús frá öllum hér, hlökkum til að sjá þig/ykkur eftir Íslandsferðina
******Kolla frænka og allir hinir í Grenaa
Kolla frænka (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 10:23
Til lukku með strákinn ! Vá, hvað það er margt spennandi framundan hjá ykkur og nauðsynlegt fyrir þig að hugsa um eitthvað annað en skrifelsi. Plús það að ma og pa séu á leiðinni, það er náttúrulega alveg frábært og hvað þá að hitta Tinna feitalíus aftur og koma honum inn í danskt samfélag! Bara stuð í Stuðstumpalandi greinilega! Hlakka til að sjá myndir frá afmælisveislunni ! Knús og kveðjur héðan frá okkur í arkarholtinu..
Sabbaló (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:48
Valur Snær innilega til hamingju með daginn. Eydís, Hilmar og Eyþór Atli til hamingju með drenginn. Njótið dagsins og góða skemmtun í dönsku leikhúsi.
Siggi frændi og Dóra (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 17:36
Elsku Valur Snær til hamingju með afmælið..vá orðinn 8 ára!
Knús á línuna...Anna Kristín, Hildur Björk og Marinó Róbert
Anna Kristín og co (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 17:47
Innilega til hamingju með guttann :) kveðja Alda Frænka:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:01
Vá frábært og mikill áfangi fyrir Val Snæ, Til hamingju með peyjann og leifið okkur að fylgjast með ef þið látið sjá ykkur á klakanum;) afmæliskveðja til peyja og kveðja til ykkar hinna þriggja Ási og Telma.... og allir hinir líka(krakkarnir). p.s Ási er að vinna á sendibíl núna og líkar það vel;)
Ásmundur og Telma (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 19:58
Til hamingju með afmælið Valur!!!
(Betra er seint en aldrei!)
Anna Sig., 15.10.2007 kl. 15:30
hellú...við erum svo ánægð að guttarnir voru glaðir með innihald afmælispakkana tíhí algjör snilld.. En Eydís.. heldurðu að þú getir beðið þangað til þitt afmælið verður?
knús á línuna Anna Kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.