8.10.2007 | 12:20
Room with a view
Helgin var bara fín, skelltum okkur með strákana í bíó í Bruuns Gallery á laugardaginn og sáum Disney-myndina "Meet the Robinsons" sem var bara ágætis afþreying en frekar torskilin fyrir strákana þar sem það var verið að flakka fram og til baka í tíma og mjög flókin fjölskyldutengsl í gangi þarna.
Á sunnudaginn vorum við svo í fjóra tíma á fótboltamóti í Hadsten þar sem Eyþór Atli keppti í þrem leikjum. Það gekk mjög vel hjá liðinu hans og það vann tvo leiki af þessum þrem og Eyþór Atli skoraði tvö glæsileg mörk :-) Eftir mótið fengu allir medalíur og Eyþór Atli var að springa úr stolti þar sem þetta er fyrsta medalían sem hann fær fyrir fótbolta... sem er alveg ótrúlegt þar sem hann er búinn að æfa fótbolta í fimm ár. Hann hefur bara alltaf verið að keppa í stökum leikjum út um hvippinn og hvappinn en aldrei á neinum stórum mótum þar sem medalíur eru gefnar. Hann og Valur Snær eiga nú samt báðir silfurmedalíur sem þeir unnu í mars fyrir Breakdans... svo nú eru komnar tvær í safnið hjá Atlanum.
Í dag er ég mætt í Prismet bygginguna þar sem ég er búin að fá úthlutað skrifborði næstu þrjá mánuðina meðan ég klára ritgerðina mína. Prismet byggingin er eftir því sem ég best veit, hæsta byggingin í Árósum og er öll úr gleri. Ég sit núna við skrifborðið mitt sem stendur við glugga upp á 12. hæð og hef útsýni yfir alla Árósa og nágrenni. Ég fékk afnot af bílnum mínum í dag þar sem ég er búin að selflytja allar lögfræðiskruddurnar og möppurnar mínar hingað niður eftir og núna get ég haft öll gögnin mín hér þangað til ég hef lokið ritgerðinni. Það var orðið frekar þreytandi að þvælast niður í skóla með strætó síðustu vikur með níðþunga skólatösku á bakinu... og samt bara með þriðjung af bókunum mínum með í hvert skipti. Hér eftir þarf ég bara að taka tölvuna með mér í strætó og það verður mikill léttir.
Á eftir ætlum við Hilmar að fara í skátabúðina niður í bæ og kaupa afmælisgjöf fyrir litla Valsarann sem verður átta ára á fimmtudaginn. Við erum að spá í að kaupa handa honum skátaskyrtu og skátahníf sem hann er búinn að óska sér í margar vikur. Hann er búinn að fá gefins frá skátafélaginu sínu, sem heitir Delfinerne, skátaklút og derhúfu og einhver merki sem á að sauma í skátaskyrtuna til að sýna hvað hann er búinn að afreka. Svo hann ætti að vera flottur á næsta skátafundi þegar hann verður kominn með júníformið á hreint ;-)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá..12 hæð..ertu ekki lofthrædd dúllan mín? óskaðu Eyþóri Atli til hamingju með medalíuna..skil alveg að hann sé stoltur..ekkert smá gaman.´
ji Valur Snær verður flottastur..hlakka til að sjá mynd af honum í fullum skrúða.
Gangi þér vel að halda áfram að skrifa dúllan mín
knús og sakn..aks
Anna Kristín (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:32
Frábært að hafa svona góða aðstöðu með allt sitt drasl, því það er nú slatti sem fylgir svona skrifum ! SEM minnir mig á það að ég á ENN eftir að sortera pappírana frá minni lokaritgerð úr kennó ! Kræst....
Gúdd lökk og haltu áfram að vera svona rosalega dugleg kona!
Sabbó (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 22:27
Hæ Eydís mín! Hugsa mikið til þín í ritgerðasmíðinni, gangi þér sem allra best. Það er nú ekki slæmt að hafa gott útsýni:-))) Fyrirfram afmæliskveðja til flotta skátans, hlakka til að sjá myndir af honum. Vonum að þið haldið áfram að blómstra.
Knús frá okkur í Mosó
Rósa og co
Rósa (bjalla) (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:15
Frábært að vera komin með svona fína aðstöðu til að ritgerðast og ekki slæmur staður
Gangi þér vel
Ásta Björk
Ásta Björk (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:39
Æðislegt með aðstöðuna bara frábært. Núna neglir þú þetta ekki spurning. Flott að vera svona hátt uppi sérstaklega þegar veðrið er svona eins og það er búið að vera og geta aðeins hugann reika.
Áfram Eydís koma svo....
kv. frá Egå
Brynja (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.