5.10.2007 | 18:30
Hláturinn lengir lífið
Enn ein vikan að enda komin og helgarfrí framundan Föstudagskvöld og ég og strákarnir mínir ætlum að eiga kósý kvöld með snakki og kók og horfa á "Vild med dans" í sjónvarpinu sem er uppáhaldsþátturinn okkar. Hilmar er í keilu með vinnufélögunum svo hann missir af öllu fjörinu...
Það hefur nú lítið spennandi gerst síðustu daga, bara þetta venjulega, Hilmar vinnandi frá 7-15 og í ræktinni á kvöldin og strákarnir á fullu í skólanum og öllum sínum tómstundum. Litlu guttarnir mínir hafa verið mjög duglegir að læra heima síðustu vikur og Valur Snær er alveg á mörkunum að verða læs... og hann gerir alveg greinarmun á dönsku og íslensku þegar hann ber fram bókstafina. Ég er rosalega stolt af honum því það er alveg ábyggilega ekkert auðvelt að læra að lesa á tveim tungumálum í einu. En ég er líka fegin að þetta er loksins að koma hjá honum þar sem hann verður nú átta ára gamall í næstu viku.
Ég er búin að þvælast með strætó niður í skólann minn á hverjum degi til að vinna í ritgerðinni minni og var rosalega ánægð með mig í gær þegar ég mætti á fund með leiðbeinandanum mínum og gat sýnt honum 25 fullkláraðar blaðsíður. Þessi elska fletti í gegnum þetta og skoðaði í bak og fyrir, fannst þetta gott sem ég var búin að skrifa... en sá ekki alveg samhengið á milli kaflanna og mælti með ýmsum áherslubreytingum og fundurinn endaði í stuttu máli þannig að ég er nánast aftur á byrjunarpunkti með tvær fullkláraðar blaðsíður Andinn var því heldur langt niðri þegar ég mætti á bókasafnið í morgun og þurfti enn einu sinni að byrja upp á nýtt að lesa og leita að efni.
Hápunktur vikunnar var á miðvikudaginn þegar við Guðlaug skelltum okkur á hláturnámskeið... ekki til að læra að hlægja því við kunnum það nú alveg nokkuð vel, heldur til að losa um stress. Ógeðslega fyndið að vera á svona námskeiði og gera hláturæfingar. Við sem sagt gengum um gólf og heilsuðum hvert öðru... ekki með orðum heldur hlátri, þóttumst svo vera að tala í síma.... nema töluðum ekki heldur hlógum bara í símann. Svona gerðum við ýmsar æfingar og fyndnast af öllu var í endann þegar við lágum á gólfinu með hausana saman og mynduðum stjörnu og fengum hláturskast. Við Guðlaug hljótum að hafa verið mjög stressaðar því við töpuðum okkur algjörlega þarna á gólfinu og grenjuðum úr hlátri og gátum engan veginn hætt, sama hvað við reyndum. Þetta var bara eins og að verða unglingur aftur og missa sig algjörlega úr hlátri.... sem er ekkert smá gott Við litum því skelfilega út þegar við gengum út úr þessum virðulega Viðskiptaháskóla klukkan sjö um kvöldið, með úfið hár og maskara niður á kinnar...
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jii mig langar svo á svona hlátursnámskeið.. held það sé voða gaman... fenguði ekki góða útrás??
Anna Sig., 5.10.2007 kl. 20:50
ekki missa móðinn Eydís...þú getur þetta...!! Bara bretta upp ermarnar og halda áfram! Hef fulla trú á þér.
Ji..þetta hláturnámskeið minnir mig á hóp sem ég var í einu sinni...............nokkrar stelpur úr FB..sem vorum í fjölmiðlun saman. Nema hvað eitt skiptið sem við hittumst..lögðumst við á gólfið til að hlægja..nema hvað..við enduðum allar í hláturskasti..ógeðslega fyndið.. svo ég sé ykkur alveg fyrir mér í stjörnu á gólfinu tíhí..
knús og góða helgi
anna kristín
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 21:47
Hehe hláturinn lengir lífið kiss kiss og knús til þín :) kveðja Alda Frænka....
Alda (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 11:50
Ji dúdda mía..það er ekkert smá...sé þetta einmitt alveg fyrir mér..að heilsa fólki með hláturskasti, það mætti alveg stinga upp á þessu við hin ýmsu tilefni!
Sabbaló (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 12:43
hahahahahaha geggjað fyndið!!!Örugglega hrikalega gaman að fara í svona hláturtíma sé ykkur alveg í anda þarna liggjandi í gólfinu að deyja úr hlátri hahahahaha
kv. Ásta Björk
Ásta Björk (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 13:31
Blessuð litla sæta káta frænka :)
Þetta verður ekkert mál hjá þér með lokaverkefnið, það býr ótrúlegur dugnaður og seigla í ekki stærri kropp en þér, þér tekst þetta dúllan mín...og svo veistu að ef þú þarft meiri tíma þá eru strákarnir þínir velkomnir í heimsókn í Grenaa..
Sé ykkur Guðlaugu fyrir mér í hláturskastinu sem hefur örugglega gert mikið fyrir ykkur...heyrumst áður enn við förum til Íslands á afmælisdag Valsarans litla..knús knús Kolla frænka
Kolla frænka (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 21:04
Það er magnað að fleiri en ég skuli sjá hversu samanrekin þú ert, litla grjón. Dugnaður og kraftur er þó algjörlega í öfugu hlutfalli við stærð! :)
Óli Jón, 9.10.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.