2.10.2007 | 10:08
Land regndropanna
Það er sko ekki ofsögum sagt að það rigni mikið hér í Danmörku eins og margoft hefur verið talað um. Síðan við fluttum í strandhúsið góða þann 1. júlí er búið að slá hvert rigningarmetið á fætur öðru hér í Árósum og nágrenni. Síðastliðna helgi stytti ekki upp í þrjá sólarhringa og rigningin buldi með svo miklum krafti á þakinu hjá okkur að við gátum varla sofið á nóttunni. Ég hrökk margsinnis upp við lætin og hélt stundum í svefnrofunum að ég væri stödd í tjaldi í Þórsmörk í grenjandi rigningu
Á sunnudagsmorguninn gægðumst við svo upp á þak þar sem það var farið að dropa úr loftinu á hinum ýmsu stöðum í húsinu. Okkur dauðbrá þegar við sáum ástandið þar því að þakið á húsinu er flatt og ca. 10 cm hár kantur upp allan hringinn.... og þar var sem sagt þessi fína sundlaug sem þakti allt þakið! Strákunum var því skellt í pollagalla og stígvél og fleygt upp á þak... þeim til mikillar gleði... ...og við Hilmar tróðum okkur í einhver allt of lítil stígvél (ég fór í stígvél af Val Snæ sem eru fjórum númerum of lítil og Hilmar fór í stígvél sem hann fann í kjallaranum og voru þrem númerum of lítil) og svo var vaðið um þakið þar sem vatnið náði vel upp fyrir ökkla á okkur. Við vorum vopnuð skóflum, gluggasköfum og kústum og svo var hafist handa við að skófla og skvetta vatninu yfir þakbrúnina. Þetta var þvílíkt púl og tók langan tíma og við vorum gjörsamlega búin á því þegar það mesta var búið og við gátum klifrað niður með rauðar og kramdar tær
Þegar við komum niður og fórum að skoða ástandið í kringum húsið, sáum við að mest af vatninu hafði runnið niður á lægsta punktinn við húsið.... það er í portið fyrir utan gestaherbergið. Við þurftum því að hlaupa þangað með allar fötur og tunnur sem við gátum fundið og bera vatnið upp úr portinu (sem er niðurgrafið við kjallarahæðina) og hella úr þeim út í skóg. Ég hljóp svo inn í húsið til að sækja fleiri fötur og sá þá að það var búið að flæða vatn inn og yfir allt gólfið á gestaherberginu og ganginum þar fyrir utan! Svo þá var hvert einasta handklæði í húsinu tekið fram og notað til að þurrka gólfið inni og þar sem Hilmar var að nota allar föturnar okkar fyrir utan húsið varð ég að nota salatskálar og kökuföt til að vinda handklæðin í inni. Þvílíkt ástand... en þetta hafðist að lokum og ekkert skemmdist sem betur fer.... nema kannski bökin á okkur
Þegar þessi hasar var búinn komum við okkur bara í burtu og fórum í afmælisveislu til Brynju og Ella þar sem sæta litla María átti þriggja ára afmæli. Þar gátum við slakað á og borðað á okkur gat, enda glorhungruð eftir öll lætin. Þegar við komum aftur heim seinnipartinn, beið okkar tonn af handklæðaþvotti og skúringum... svo það var dauðþreytt fjölskylda sem sofnaði snemma á sunnudagskvöldið
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er aldeilis bleytan í Baunalandi! OG njóttu bara afmæliskveðjunnar sem lengst elskan mín - mor var svoooo viss um að það væri 29.september:)
Sabbaló frænka (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 13:40
Jahá þetta er ekki gott en það er gott að ekki fór verr en hafðu það gott kellan mín kveðja Alda fænka sem er að hugsa um að flitja í danaveldið næsta sumar hehe:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:19
úff...skelfileg svona rigning...var að sjá spána um helgarveðrið í Rvk..og það á að vera sól og blíða..humm fyrirtakst..myndaveður
Gott að þið gátuð bjargað þakinu og gólfinu í kjallaranum...algjörar hetjur..trúi að þið hafið verið búin á því. Kannski þið sjoppið ykkur stígvél..þá hættir örugglega að rigna!
knús á línuna
aks
Anna Kristín (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 16:30
Neibb, engar þakrennur... bara eitt örmjótt niðurfall upp á miðju þakinu sem við rákumst á þegar við vorum búin að moka því mesta af vatninu af þakinu. Það er haust og við búum inn í skógi svo niðurfallið var fullt af laufblöðum sem stífluðu allt og það var orsökin á þessu öllu saman.
Eydís Hauksdóttir, 3.10.2007 kl. 09:44
þið getið allavega huggað ykkur við að það hefur ekki ringt meira í Reykjavík síðastliðin 90 ár
Margrét M, 4.10.2007 kl. 13:37
Elsku dúllurnar mínar..það er aldeilis að það hefur rignt á ykkur, skrítið að við skyldum ekki lenda í svona ofanfalli bara 40 km frá ykkur. En þið eruð algjörar hetjur að hafa klárað þetta Þið verðið bara vera uppá þaki á hverjum degi og hreinsa niðurfallið, örugglega nóg af laufi hjá ykkur í skóginum knús knús Kolla frænka
kolla frænka (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.