26.9.2007 | 16:45
Eyþór Atli í Lejerskole
Nú sit ég á kaffistofunni í VM dans og blogga á meðan strákarnir æfa breakdans á fullu hjá Emil Castro, sem er svaka svalur kennari. Eyþór Atli er búinn að vera frá mánudegi fram á miðvikudag í Lejerskole með bekknum sínum á Norður-Jótlandi og var svaka glaður með ferðina þegar ég sótti hann á brautarstöðina í hádeginu í dag. Það munaði nú ekki miklu að hann missti af ferðinni þegar mamma hans fór með honum í strætó niður á brautarstöð klukkan sjö á mánudagsmorguninn. Mamma hans er nefnilega alltaf á síðustu stundu eins og sumir vita og þolir þar að auki alls ekki strætisvagna. Við vorum náttúrulega of sein af stað út úr húsinu og misstum þar af leiðandi af strætisvagninum sem við ætluðum að taka og vorum næstum því búin að missa af þeim næsta líka. Við hlupum því eins og brjálæðingar út á stoppistöð sem er í töluverðri fjarlægð frá húsinu, bæði með skólatöskur á bakinu, veski á handleggnum, ferðatösku í eftirdragi og með risastóran Bart Simpson í fanginu. Komum móð og másandi inn í strætó og svo var fjárans vagninn bara að dóla sér í meira en klukkutíma niður í bæ. Við komum því á brautarstöðina í þann mund sem lestin var að fara af stað, hlupum niður rúllustigann og eftir endilöngum brautarpallinum og ég næstum því fleygði Eyþóri Atla og farangrinum hans inn um hurðina á lestinni... um leið og hún lokaðist og lestin rauk af stað.... og ég rétt náði að vinka bless áður en hún hvarf. En þrátt fyrir þetta ævintýri gekk ferðin rosalega vel og mér skilst að aðalfjörið hjá strákunum hafi verið að pína sig til að vaka fram yfir miðnætti og læðast svo fram og vekja stelpurnar... algjörar gelgjur.
Annars er lítið af nýjum fréttum, ég er bara enn skrifandi á skólabókasafninu alla daga, meira að segja á sunnudaginn líka! Tók mér þó pásu á laugardaginn og við fjölskyldan skruppum í verslunarferð til Randers til að kaupa eitt og annað sem strákunum vantaði og við keyptum meira að segja fimm jólagjafir í leiðinni.... það eru nú bara 89 dagar til jóla ;-)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahaha þú ert algjört æði elsku Eydís..tíhí..sé ykkur í anda..hlaupa eftir brautarpallinum með þetta allt! gott að ferðin hans gekk vel
vá dugleg að vera byrjuð á jólagjafakaupunum..við Marinó einmitt erum að fygjast með niðurtalningunni hjá þér..hvenær jólin koma..hann biður mig öðru hvoru að kíkja inn á síðuna þína og ath.hversu margir dagar eru til jóla hehe.
Vertu dugleg áfram að skrifa elsku Eydís
knús og kossar aks
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 17:32
Vá það er svo stutt! Ég held barasta að ég taki mér það bessaleyfi á næstunni og fari að jólast?? Í Danmörku er allavega byrjað snemma að gera hyggeligt og ég dáist alltaf að þeim flestum að kunna að hygge sig á aðventunni, finnst það alltaf vanta hér á Fróni. Svo ég tali nú ekki um barnastússið, en barnið kemur vonandi áður en jólin detta inn!
svava frænka (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 14:35
Vá þetta hefur verið ekkert smá stress hjá ykkur að ná lesinni:) en gott að Eyþór komst með.... Við vildum senda á ykkur kveðju og kvitta fyrir innlitið Ási og Telma.... ps og allt krakkastóðið;)
Ási og Telma (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 22:12
Til lukku með daginn í gær...vona að við séum að muna það rétt
Sabbaló og Arkarholtsgengið (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 23:28
Takk Svava mín fyrir hamingjuóskirnar.... ég skal passa vel upp á þær og taka á móti þeim með gleði í hjarta eftir einn mánuð.... þegar ég á afmæli þann 29. október :-) En til hamingju til þín líka... því ef ég man rétt átt þú nú akkúrat afmæli í dag... ekki satt?
Eydís Hauksdóttir, 1.10.2007 kl. 06:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.