Ritgerðarsmíð

law-bookSkrifi, skrifi, skrif.... er það eina sem kemst að hjá mér þessa dagana Woundering Er búin að vera á skólabókasafninu að vinna í ritgerðinni minni alla vikuna og er farin að dreyma um lög og reglugerðir á nóttunni. En þetta er bara gaman þegar maður er loksins komin í lærdómsgírinn og farin að sjá að þetta tekur mögulega enda einn góðan veðurdag. Ég sé mig í hillingum vera með lotningu að afhenta leiðbeinandanum mínum ritgerðina, innbundna og glæsilega... úff, hvað það verður góð tilfinning Smile Er meira að segja búin að panta pössun fyrir strákana hjá Guðlaugu og segja Hilmari að ég ÆTLI að fara flott út að borða með honum þegar þessi snilldardagur rennur upp. Var svo að velta fyrir mér hvaða tegund af freyðivíni ég ætti að kaupa til að skála við vinkonur mínar eftir vörnina Sideways .... það er nú allt í lagi að missa sig aðeins í dagdraumunum, ekki satt?

Svo erum við öll að springa úr ánægju yfir því að mamma og pabbi ætla að koma til okkar í haustfríinu, 13. til 20. október. Það var tilboð hjá Iceland Express í gær sem ég náði að grípa fyrir þau W00t Doldið fyndið þegar ég fékk bókunarstaðfestinguna á skjáinn, þá stóð: Haukur Aðalsteinsson (maður) og Esther Guðmarsdóttir (dýr í búri). Ástæðan fyrir þessu er sjálfsagt að Tinni Túrbó, kisulingurinn okkar ætlar að koma með þeim.... samt svolítið fyndið að sjá þetta skrifað svona Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sig.

hahahahahaha en ógeðslega fyndið.. en mömmu þinni finnst það kannski ekki!

Anna Sig., 20.9.2007 kl. 17:00

2 identicon

hahaha dýr í búri algjör snilld.  Það verður æði fyrir ykkur að fá þau til ykkar.

gangi þér áfram vel að skrifa..og skrifa elsku Eydís

knús anna Kristín 

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:14

3 identicon

Hæ hæ litla duglega frænka mín  þetta er náttlega ótrúlega fyndið með dýrið í búrinu og ég veit að mamma þín hefur sko alveg húmor fyrir þessu, frábært að þau skuli vera koma til ykkar en mér finnst ömurlegt að hitta þau ekki  en þú knúsar pabba þinn og dýrið í búrinu frá mér  þetta er bara svo fyndið...skrifiknús Kolla frænka

Kolla frænka (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:03

4 identicon

HAHAHA! En frábært að þau skuli ætla að skella sér, veit að þau verða ánægð að sjá ykkur og þið að sjá þau:)

Gangi þér vel á lokasprettinum og jú það verður sko að láta sig dreyma um hvernig á að fagna svona stórum áfanga! Mér líst vel á freyðivínið!

Hafið það huggulegt og knús og kveðjur héðan.

Sabbaló frænka (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 12:53

5 identicon

Ji...og innilegar hamingjuóskir með árin 7 eða árin 15!

Sabbaló aftur (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 12:58

6 identicon

Hæhæ frænka þetta er magnað hjá þér já það er nú skilda að fagna svona stóum viðburði :) og gaman fyrir ykkur þegar að pabbi þinn kemur með dýrið í búrinu ekkert smá fyndið hehe....

en hafið það sem allra best kveðja Alda frænka á klakanum....

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 14:20

7 identicon

hæhæ

var að taka til í geymslunni í gær...og gettu hvað ég fann.. blaðaúrklippu frá því að Valur Snær fæddist..bara krúttlegt.

Fann svo líka jólakortið frá ykkur árið sem þið fæddust..svo flott mynd af ykkur tíhí.

knúsknús anna kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 08:25

8 identicon

hahah ekki árið sem þið fæddust.. heldur árið sem þið giftuð ykkur hahahahhahahaha það er greinilega mánudagur og ég ekki alveg nógu vel vöknuð

tíhíhí knúknús aks

Anna Kristín (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 08:25

9 identicon

Elsku Eydís frábært að þér gengur vel að skrifa gott að vera komin í gírinn.  Bara áfram áfram hlakka til að skála hihihi

kv. frá Ega

Brynja (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 14:30

10 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Takk fyrir allar kveðjurnar og hvatninguna dúllurnar mínar :) Það er ómetanlegt að eiga svona frábærar vinkonur og frænkur eins og ykkur.

Og Anna Kristín.... það hefði nú verið doldið fyndið ef við hefðum sent þér jólakort árið sem við fæddumst hahaha.

Eydís Hauksdóttir, 24.9.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband