Matarboð og arabískur markaður

Matarboðið á laugardagskvöldið tókst svona líka rosalega vel, parmesan kjúklingurinn var fínn og gestirnir frábærir svo þetta hefði nú ekki getað verið mikið betra Happy Oil_VinegarVið fengum meira að segja fallegar gjafir frá öllum saman, Guðlaug og Sissi komu með rauðvín og eftirrétt, þvílíkt góðar súkkulaði-ísstertur og rjóma og Brynja og Elli komu með rósir og gyllta borðflaggstöng með danska fánanum svo núna getum við flaggað í bak og fyrir, tíhíhí. Ásta og Ívar komu með þvílíkt fallegar rósir og jómfrúarólífuolíu og parmesankryddblöndu frá búðinni "Oil & Vinegar" sem er í Bruuns Gallery. Við prófuðum þetta með matnum í gær og þetta er algjör snilld! Við hrærðum smá af parmesankryddblöndunni saman við soðið vatn og settum svo ólífuolíuna útí og þá var þetta orðið að grænu mauki sem við settum ofan á snittubrauðið sem við höfðum með pastanu í gær.... og o.m.g. hvað þetta var truflað gott, það var bara eins og við værum komin til Ítalíu Smile

Um hádegi í gær fórum við í bíltúr í gömlu götuna okkar í Tilst, skrítið að koma þangað aftur og hitta nokkra af gömlu grönnunum. Strákarnir voru í skýjunum yfir þessari heimsókn og Valur Snær varð eftir hjá Mána Frey vini sínum og Eyþór Atli varð eftir hjá Hauki Smára. Við hjónin fórum því barnlaus í burtu úr þessari heimsókn og ákváðum að kíkja í Bazar Vest sem við höfum svo lengi ætlað að skoða. Þetta er arabískur markaður sem minnti mig svolítið á Kolaportið... nema það voru bara arabar með arabískar vörur þarna. Okkur leið eins og við værum stödd einhvers staðar allt annars staðar í heiminum en í Danmörku, allt önnur stemning, skrítnar vörur og margt sem við höfðum aldrei séð, öðruvísi fólk og meira að segja öðruvísi lykt. ÁvextirEn þarna var risastór ávaxta- og grænmetismarkaður sem var mjög girnilegur og okkur skilst að maður fái hvergi ferskari slíkar vörur en einmitt þarna. Það stóð á hverri einustu vöru hvaðan hún kemur og við misstum okkur aðeins í að versla þarna mangó, eggaldin, sætar kartöflur, paprikur og eitthvað fleira girnilegt. Þarna voru líka fullt af arabískum veitingastöðum svo kryddlyktin angaði þarna um allt og heilir lambaskrokkar héngu þarna á krókum hjá slátrurunum. Þetta var því mjög spes upplifelsi að koma þangað og við mælum með að fólk prófi þetta Ninja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mmm hljómar svo girnilega, bæði matarboðið og markaðurinn. Hlakka til að borða hjá ykkur..einhvern daginn.

knús á línuna

aks 

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 19:55

2 identicon

Vá það hefur ekki verið smá gaman hjá ykkur(í koló).... En okkur langar bara að óska ykkur til hamingju með þennan stóra áfanga og merka:) Kossar og knúsar.... Þið kennið okkur kannski líka uppskriftina af öllu þessu hehe En til lukku aftur byðjum að heilsa í bili Ásmundur og Telma í Grindó

Ási og Telma (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband