17 manna matarboð

Þá er komið föstudagskvöld og vikan er búin að vera fín. Ég var á skólabókasafninu að vinna í ritgerðinni minni allan þriðjudaginn, miðvikudaginn og fimmtudaginn og er bara svaka stolt af árangrinum Joyful Strákarnir orðnir frískir og fjörið komið í fullt gang, skóli, skátar, fótbolti og breakdans... alltaf nóg að gera hjá þeim. Valur Snær er heima hjá Yuriy vini sínum frá Úkraínu núna og ætlar að gista þar í nótt svo við sjáum hann ekki fyrr en eftir hádegi á morgun.

Eyþór Atli er að fara spila tvo leiki upp í Hjortshøj á morgun í fótbolta og þetta er þriðji laugardagurinn í röð sem hann keppir tvo leiki svo hann er að verða algjör atvinnumaður Wink Eftir leikina verður nóg að gera hjá okkur við að undirbúa 17 manna matarboð sem við ætlum að halda annað kvöld Smile Þá koma Ásta og Ívar, Brynja, Elli og börnin þeirra þrjú, Guðlaug, Sissi og börnin þeirra þrjú og Erna mamma Guðlaugar. Svo það verður líf og fjör í strandhúsinu, góður matur (vonandi) og MGP söngvakeppni barnanna í sjónvarpinu. Okkur hlakkar mikið til enda finnst okkur fátt skemmtilegra en að vera í góðra vini hópi og borða góðan mat Tounge 

Á sunnudaginn eru liðin heil 7 ár frá því 16. september árið 2000 rann upp svo við Hilmar eigum 7 ára brúðkaupsafmæli... þó við séum nú búin að vera saman í meira en 15 ár Heart Ótrúlegt hvað tíminn líður... og margt búið að gerast á þessum tíma síðan ég var 18 og Hilmar 21 árs. Stærstu afrekin okkar eru náttúrlega að hafa eignast tvo yndislega syni sem við erum svo rosalega stolt af. Við höfum líka keypt okkur tvær íbúðir... og selt þær... flutt til Danmerkur og leigt okkur íbúð og núna strandhús. Við erum búin að vinna við hin ýmsu störf og læra við hina ýmsu skóla. Við erum líka búin að kynnast fullt af frábæru fólki og læra ýmislegt um lífið, tilveruna og hvort annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá.. til hamingju með árin 7 á sunnudaginn..(á samt örugglega eftir að skrifa aftur til hamingju á sunnudaginn sjálfan tíhí)

Ji Eyþór Atli er nátta bara snillingur..alltaf að keppa í fótbolta. Gaman að Valur Snær eigi svona góðan vin í Yuriy..og snilld hvað þú varst dugleg í vikunni...

 Haldið áfram elsku Eydís og Hilmar að vera glöð og hamingjusöm.

knús og kossar

Anna Kristín vinkona

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 23:44

2 identicon

Elsku Eydís og Hilmar, innilega til hamingju með daginn 7 ár er bara yndsilegt og himneskt.  Takk kærlega fyrir okkur í gær það var æðislegt að fá að koma til ykkar og skoða slottið sem er hið flottasta og maturinn var rosalega góður uhmmm nammi namm.  Allir biðja að heilsa til ykkar og hafið það rosalega gott í dag.

Bestu kveðjur, Brynja, Elli, Brynjar, María og Máni.

Brynja og co (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 08:46

3 identicon

Hæhæ og til hamingju með árin 7 elsku Eydís og Hilmar húpphúpphúrra

Takk fyrir síðast og takk kærlega fyrir okkur, geggjað góður maturinn og svo endalaust kósý og huggulegt hjá ykkur í strandhúsinu, arininn og allt það......bara æðislegt

P.S. Við þurfum svo endilega að fá uppskriftina af matnum hjá ykkur

Bestu kveðjur frá okkur í Skejby,

Sjáumst, Ásta Björk & Ívar

Ásta Björk (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:00

4 identicon

Til hamingju með árin 7 og allt sem þið eruð búin að afreka á þessum tíma, þið eruð svo kraftmikil og dugleg:) vona að þið hafið notið dagsins. 

 Takk fyrir síðast:) yndislegan tíma sem við áttum með ykkur í sumar.

Kveðja Helga, Addi og Andrea

Helga (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband