Allt í rólegheitum...

Hér á bæ eru bara búin að vera þvílík rólegheit síðustu vikuna... en það er líka gott stundum að slaka aðeins á. Ég var heima með Eyþór Atla veikan mánudag og þriðjudag og svo var Valur Snær veikur fimmtudag og föstudag og alla helgina. Nú er kominn mánudagur og ég er enn með hann heima. Hann er nú reyndar allur að hressast greyið og orðinn hitalaus en er mjög kvefaður ennþá svo að þegar ég vaknaði í morgun og heyrði rigninguna bylja á þakinu ákvað ég að geyma hann inn í húsi í einn dag í viðbót. Eyþór Atli aftur á móti mátti drífa sig í regngallann og hjóla af stað út á stoppistöð til að ná skólabílnum klukkan hálf átta. Hann er svo duglegur litla skinnið...

Ég náði sem sagt að fara í skólann og vinna í ritgerðinni minni í einn heilan dag í síðustu viku... er farin að halda að það séu einhver álög á þessari blessaðri ritgerð því það kemur alltaf eitthvað upp á þegar ég er búin að vinna í henni í einn dag. Það er eins og einhver þarna úti vilji ekki leyfa mér að klára hana... og ég er bara ekkert sammála því ég er virkilega farin að þrá að koma þessu frá og brenna svo öll gögnin. Ég vil bara fá að ljúka þessum kafla í lífi mínu og snúa mér að þeim næsta.... Mig langar að fara að vinna, borga niður skuldir og eignast peninga.... og því fyrr því betra ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ skvísa já það rignir hjá þér eins og hér á þessum blessaða klaka hér hjá okkur en hafðu það gott og gangi þér vel með að klára ritgerðina þína en annars bara að kíkka og kvitta hjá þér kella kveðja Alda frænka:)

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 09:55

2 identicon

hæhæ, ekki gott að Valur Snær hafi líka orðið lasinn, skil þig vel að hafa hann heima í rigningunni tíhí. Ég var einmitt að kaupa gúmmítúttur handa Marinó, af því að hann nennir ekki að vera í stígvélum  

Eigið kósý dag, og gangi þér vel á morgun þegar ritgerðarsmíðin halda áfram..(skil vel að þú sért komin með nóg...)

knús á línuna

anna kristín sem er í mánudagsskapi

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 09:59

3 identicon

Hæ hæ dúllan mín og takk fyrir síðast, hér er sólin farin að skína  ,leiðinlegt að heyra með Val greyjið hélt hann væri orðinn frískur. En nú kemstu í gang á morgun með að skrifa, mundu bara eftir sparkinu góða sem þú fékkst um helgina, fleiri svoleiðis í boði ef þú þarft  knús á ykkur öll í Strumpalandi

Kolla frænka í sólinni í Grenaa

Kolla frænka (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:04

4 identicon

Áfram Eydís, áfram Eydís......

Nú er bara að taka á því og klára þetta dæmi ég skil þig svo vel að fara þrá að koma þessu frá svo það er bara um að gera að pressa á sig sjálfa eða láta leiðbeinandann pressa á sig og búa til deadline sem má ekki klikka allt annað verður að víkja, hugsa bara um að þú sért að fara í próf sem ekki er hægt að flytja.....  var þetta ekki gott?

Við verðum svo að fara kíkja á ykkur svona við tækifæri til að sjá slottið.

verðum í bandi vínkona,

Kveðja frá granna í Ega.

Brynja (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 08:23

5 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Æji takk dúllurnar mínar fyrir hvatninguna, er mætt í skólann og er alveg að fá andann yfir mig.... held ég....

Eydís Hauksdóttir, 11.9.2007 kl. 08:59

6 identicon

Hespa þessu af kona góð! En ég skil þig vel að vera komin með nóg...það verður sko gott þegar þetta er búið! Annars eru foreldrar mínir í plokkara hjá foreldrum þínum as I write:) Og minn kall liggur búinn á því í sófanum og hundurinn líka svo ég nota tímann og les blogg hér og þar:) Biðjum að heilsa í kotið. Hafið það hyggeligt.

Sabbó frænka (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:12

7 identicon

Bara láta vita að maður kíkir hér inn reglulega, alltaf gaman að lesa eitthvað um ættingjana, takk fyrir allt kvittið á okkar sameiginlegu síðu

Helga Eymundsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband