Kaupmannahafnarferðin

tb_copenhagen_denmarkKaupmannahafnarferðin okkar tókst bara mjög vel og var bæði róleg og rómantísk InLove Við vorum komin á hótelið um eitt leytið á laugardaginn. Hótel Brønshøj var bara fínt, allt frekar gamaldags að vísu en snyrtilegt og húsið mjög fallegt með útskornum rósettum í loftunum eins og gömlu aðalsmannahúsi sæmir. Konan sem rekur þetta var mjög indæl og að minnsta kosti 100 ára gömul... en samt algjör pæja Kissing

Þegar við vorum búin að henda inn töskunum, skelltum við okkur náttúrulega á Strikið... hvað annað... og sugum í okkur stemninguna þar. Alltaf svo gaman að sjá alla þessa götulistamenn og kaffihús út um allt, þvílíkt líf og fjör. Fengum okkur svo að borða á ítölsku veitingahúsi og svo keypti ég mér svört leðurstígvél á útsölu í ALDO. Ég var rosalega ánægð með það því ég á alltaf í þvílíkum vandræðum með að finna mér skó sem ég fíla... hef ekki keypt mér flotta skó í meira en tvö ár! Ég er sem sagt ekki þessi týpíska skódellukona eins og svo margar sem ég þekki Wink

tivoli1Um kvöldið fórum við svo í TIVOLI, fengum okkur að borða á Hard Rock og fórum svo í tvö rosalegustu tækin þarna. Klikkaðan fallturn sem við héldum að við kæmum ekki lifandi úr... og stóran og flottan rússíbana, svaka fjör W00t Það er svo geðveikt að vera í tívolíinu á kvöldin því það er allt svo flott upplýst og mikil stemning og fjör alls staðar. Garðurinn lokaði svo klukkan 12 með flottri flugeldasýningu. Nú dauðlangar okkur að fara þangað í jólativolí með strákana í desember. Við hittum svo Ása og Telmu á miðnætti og röltum með þeim um Strikið til að verða þrjú um nóttina og settumst niður á tveim útibörum til að spjalla aðeins. Nóg af fréttum og fullt að tala um þegar fólk hefur ekki hist í nær tvö ár. Við hittum þau svo aftur á sunnudagsmorgninum og fengum okkur saman kaffibolla á Nýhöfn áður en við héldum heim á leið.

Við brunuðum til Grenå að sækja strákana um leið og við komum í land í Árósum. Fengum þá að vita að Eyþór Atli væri búinn að vera lasinn alla helgina á meðan hann var í pössun svo aumingja Kolla og Jonni voru búin að standa í ströngu Frown Ég er svo búin að vera heima með hann veikan núna í tvo daga en hann er sem betur fer allur að koma til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ skvísa ææi leiðinlegt að hann skildi veikjast en það er gott að hann er allur að koma til :) en annars bara að kvitt knús og kossar til ykkar kveðja Alda Frænka....

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 14:21

2 identicon

hæ skvís...æ leiðinlegt að Eyþór Atli skildi verða veikur..en mikið hljómar Köben ferðin ykkar rosalega vel! Og til hamingju með stígvélin tíhí..bara gaman að kaupa ný stígvél

knúknús og saknaðarkossar þín anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:36

3 identicon

Mikið rosalega var gaman æðislegt, yndislegt, skemmtilegt að hitta ykkur. Takk fyrir okkur og allt að nenna leggja alla þessa leið til að hitta okkur, þó við höfum aðeins farið á mis:( en þetta var samt alveg æðislegt... Við verðum bara leggja leið okkar til ykkar síðar og vonandi sem fyrst því við skemmtum okkur svo vel. Gott að heyra að Eyþór sé að hressast.... Ási er líka búinn að vera með pest, eyddi síðustu 3 dögunum og núna okkar fyrsta dag heima í hita og látum, en er allur að koma til:) biðjum að heilsa ykkur Ási og Telma

Ásmundur og Telma (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband