31.8.2007 | 14:53
Lærdómurinn hafinn á ný
Jæja þá er Kaupmannahafnarferðin okkar góða alveg að fara að bresta á Við stormum af stað með strákana til Grenå eftir smá stund og siglum svo af stað klukkan níu í fyrramálið. Ég er loksins byrjuð að læra aftur og var í allan gærdag á Stats Bibliotekinu með Guðlaugu að vinna í ritgerðinni minni. Guðlaug er alltaf svo dugleg að læra að hún er svona eins konar "muse" eða menntagyðja í mínum augum. Ég neyðist til að vera dugleg að læra þegar hún er við hliðina á mér því annars fæ ég samviskubit Takk dúllan mín fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig... Annars er ég líka farin að kíkja í kringum mig eftir vinnu og er búin að sækja um þrjú störf síðustu daga svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.
Í gærkvöldi fór ég með stelpunum að heimsækja Brynju og Ella og nýfædda drenginn þeirra. Hann heitir Máni Berg og er ekkert smá fallegur. Ég sat lengi með hann í fanginu og er bara ekki frá því að það hafi verið svoldið mikið notalegt að halda á svona kríli Hann er bara æðislegur.
Ps. ég er loksins búin að klára að setja allar júlí myndirnar inn í júlí albúmið hér neðar á síðunni. Það er ekkert smá mikið af myndum í því albúmi, enda gerðum við svo mikið þann mánuðinn og fengum samtals fimm fjölskyldur í heimsókn
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahahahha, menntagyðja, það er naumast, thihihiih, Þú ert yndisleg. Hafið það rosalega notó í Köben.
bæjó spæjó
Guðlaug
Guðlaug (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:23
Vonandi var gaman í Kaupmannahöfn litla frænka. Sjáumst vonandi um jólin.
ég er kominn með nýja heimasíðu www.blog.central.is/viktoringi
P.S. msn viktoringi94@msn.com
venlig hilsen Viktor Ingi
Viktor Ingi (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 10:54
hæ elskurnar..
ji gott að hafa svona menntagyðju við hliðina á sér..humm hún mætti sitja við hliðina á mér núna..er hálf þreytt eitthvað og nenni engu..! Veistu það er stórhættulegt að fara og máta svona nýfædd kríli..það er nefnilega svo notalegt að halda á þeim og finna baby lyktina..mm
vá 5 fjölskyldur...það er ekkert smá mikið..úff.
knúsknús
anna kristín vinkona
Anna Kristín (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.