Lærdómurinn hafinn á ný

Litla hafmeyjanJæja þá er Kaupmannahafnarferðin okkar góða alveg að fara að bresta á Smile Við stormum af stað með strákana til Grenå eftir smá stund og siglum svo af stað klukkan níu í fyrramálið. Ég er loksins byrjuð að læra aftur og var í allan gærdag á Stats Bibliotekinu með Guðlaugu að vinna í ritgerðinni minni. Guðlaug er alltaf svo dugleg að læra að hún er svona eins konar "muse" eða menntagyðja í mínum augum. Ég neyðist til að vera dugleg að læra þegar hún er við hliðina á mér því annars fæ ég samviskubit Errm Takk dúllan mín fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig...Heart Annars er ég líka farin að kíkja í kringum mig eftir vinnu og er búin að sækja um þrjú störf síðustu daga svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.

Í gærkvöldi fór ég með stelpunum að heimsækja Brynju og Ella og nýfædda drenginn þeirra. Hann heitir Máni Berg og er ekkert smá fallegur. Ég sat lengi með hann í fanginu og er bara ekki frá því að það hafi verið svoldið mikið notalegt að halda á svona kríli InLove Hann er bara æðislegur.

Ps. ég er loksins búin að klára að setja allar júlí myndirnar inn í júlí albúmið hér neðar á síðunni. Það er ekkert smá mikið af myndum í því albúmi, enda gerðum við svo mikið þann mánuðinn og fengum samtals fimm fjölskyldur í heimsókn Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahahha, menntagyðja, það er naumast, thihihiih, Þú ert yndisleg. Hafið það rosalega notó í Köben.

bæjó spæjó

Guðlaug

Guðlaug (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 14:23

2 identicon

Vonandi var gaman í Kaupmannahöfn litla frænka. Sjáumst vonandi um jólin.

ég er kominn með nýja heimasíðu www.blog.central.is/viktoringi

P.S. msn viktoringi94@msn.com

venlig hilsen Viktor Ingi

Viktor Ingi (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 10:54

3 identicon

hæ elskurnar..

ji gott að hafa svona menntagyðju við hliðina á sér..humm hún mætti sitja við hliðina á mér núna..er hálf þreytt eitthvað og nenni engu..! Veistu það er stórhættulegt að fara og máta svona nýfædd kríli..það er nefnilega svo notalegt að halda á þeim og finna baby lyktina..mm

vá 5 fjölskyldur...það er ekkert smá mikið..úff.

knúsknús

anna kristín vinkona

Anna Kristín (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband