30.8.2007 | 06:18
Kongens København
Við Hilmar ætlum að skella okkur í rómantíska ferð til Kaupmannahafnar um helgina Okkur hlakkar ekkert smá mikið til að komast aðeins í burtu og skipta um umhverfi. Kolla frænka í Grenå er náttúrulega bara frábærust því hún ætlar að passa báða litlu skæruliðana fyrir okkur alla helgina... vona að hún þurfi ekki á áfallahjálp að halda þegar við komum til baka
Við tökum ferju frá Árósum til Kalundborg á Sjálandi klukkan 9 á laugardagsmorgninum og þaðan er svo klukkutíma akstur til höfuðborgarinnar. Við fundum hótel á netinu sem okkur líst svakalega vel á sem er í Brønshøj, einu af úthverfum borgarinnar, lítið og kósý með aðeins tólf herbergjum. Ási æskuvinur Hilmars og Telma kærastan hans eru stödd í Kaupmannahöfn núna og við ætlum að hitta þau og fara kannski út að borða með þeim á laugardagskvöldinu svo þetta verður örugglega svaka gaman. Við siglum svo heim klukkan tvö á sunnudeginum og sækjum strákana seinni partinn til Grenå Hér fyrir neðan eru tvær myndir af hótelinu og hótelherberginu... og nóttin kostar bara 600 krónur með morgunmat!
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá en æðislegt..njótið þess að vera bara tvö..og fá að sofa út.
góða skemmtun elskurnar
knús anna kristín
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:33
Æðislegt, góða skemmtun og njótið til hins ítrasta! :)
Anna Sig., 30.8.2007 kl. 17:14
Sæll gamli vin, her er eg ad spoka mig i kopen, og okkur her finnst thad mjog gaman, og erum voda spennt ad sja ykkur, og fara i tivoli med ykkur, ef thid viljid .... En jæja lati heyra i ykkur danir minir.. thu finnur mig a istegate:) hehehe kveda fra brautastodini i koben... Telma og asi:)...
Asmundur sveinsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 18:22
Hæ elskurnar!
Skemmtið ykkur vel í Köben um helgina.Vonandi sjáumst við svo eftir rétt rúman mánuð. Það er aldeilis komin tími til þess :) Frábær heimasíða hjá ykkur og þú Svilla mín ert snillingur í að skrifa og segir svo skemmtilega frá, við skellihlóum af lýsingunni þegar sótarinn kom til þin, múheheheheheheeh..........
Stórt knús til ykkar allra frá okkur öllum.
Agnes og Óskar (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:03
Okkur hlakkar líka ekkert smá til að hitta ykkur elsku Agnes og Óskar, við verðum að púsla því einhvern vegin saman, ekki spurning
Eydís Hauksdóttir, 31.8.2007 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.