Kongens København

Við Hilmar ætlum að skella okkur í rómantíska ferð til Kaupmannahafnar um helgina Heart Okkur hlakkar ekkert smá mikið til að komast aðeins í burtu og skipta um umhverfi. Kolla frænka í Grenå er náttúrulega bara frábærust því hún ætlar að passa báða litlu skæruliðana fyrir okkur alla helgina... vona að hún þurfi ekki á áfallahjálp að halda þegar við komum til baka W00t

Við tökum ferju frá Árósum til Kalundborg á Sjálandi klukkan 9 á laugardagsmorgninum og þaðan er svo klukkutíma akstur til höfuðborgarinnar. Við fundum hótel á netinu sem okkur líst svakalega vel á sem er í Brønshøj, einu af úthverfum borgarinnar, lítið og kósý með aðeins tólf herbergjum. Ási æskuvinur Hilmars og Telma kærastan hans eru stödd í Kaupmannahöfn núna og við ætlum að hitta þau og fara kannski út að borða með þeim á laugardagskvöldinu svo þetta verður örugglega svaka gaman. Við siglum svo heim klukkan tvö á sunnudeginum og sækjum strákana seinni partinn til Grenå Smile Hér fyrir neðan eru tvær myndir af hótelinu og hótelherberginu... og nóttin kostar bara 600 krónur með morgunmat!

HotelidHotel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá en æðislegt..njótið þess að vera bara tvö..og fá að sofa út.

góða skemmtun elskurnar

knús anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Anna Sig.

Æðislegt, góða skemmtun og njótið til hins ítrasta! :)

Anna Sig., 30.8.2007 kl. 17:14

3 identicon

Sæll gamli vin, her er eg ad spoka mig i kopen, og okkur her finnst thad mjog gaman, og erum voda spennt ad sja ykkur, og fara i tivoli med ykkur, ef thid viljid .... En jæja lati heyra i ykkur danir minir.. thu finnur mig a istegate:) hehehe kveda fra brautastodini i koben... Telma og asi:)...

Asmundur sveinsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 18:22

4 identicon

Hæ elskurnar!

Skemmtið ykkur vel í Köben um helgina.Vonandi sjáumst við svo eftir rétt rúman mánuð. Það er aldeilis komin tími til þess :) Frábær heimasíða hjá ykkur og þú Svilla mín ert snillingur í að skrifa og segir svo skemmtilega frá, við skellihlóum af lýsingunni þegar sótarinn kom til þin, múheheheheheheeh..........

Stórt knús til ykkar allra frá okkur öllum.

Agnes og Óskar (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 10:03

5 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Okkur hlakkar líka ekkert smá til að hitta ykkur elsku Agnes og Óskar, við verðum að púsla því einhvern vegin saman, ekki spurning

Eydís Hauksdóttir, 31.8.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband