Helgarfrí

Helgin var mjög fín hjá okkur. Eyþór Atli var í bekkjarafmæli á föstudagskvöldið og á meðan grilluðum við hin alveg geggjaðar nautasteikur, bæði turnbauta vafða inn í beikon og piparsteikur... jammíí Tounge

Eyþór Atli keppti svo í tveim fótboltaleikum með nýja liðinu sínu HEI á laugardagsmorgninum. Hann kom, sá og sigraði og skoraði þrjú mörk í fyrri leiknum og tvö í seinni... mont, mont, mont! Eftir hádegi brunuðum við svo í Legoland þar sem voru rapptónleikar í gangi sem við vorum búin að bíða eftir í allt sumar! Við erum nefnilega forfallnir aðdáendur dansks rapps og það var ekkert smá gaman að sjá alla þessa frábæru tónlistarmenn "life" á sviði. Nik & Jay eru algjörlega númer eitt á vinsældarlistanum og strákarnir héldu vart vatni þegar þessir líka mega töffarar og fyrirmyndir þeirra komu á sviðið W00t Ég var reyndar ekkert skárri og söng hástöfum með þegar þeir tóku uppáhaldslögin mín... sonum mínum til mikillar hrellingar. Strákarnir voru meira segja í Nik og Jay bolum sem á stóð setning úr einu vinsælasta laginu þeirra... "I freakin' f#%king Heart ya"...

Á sunnudaginn lágum við svo í leti fyrri hluta dagsins og skruppum svo í heimsókn til okkar elskulegu vina, Guðlaugar og Sissa. Rebbi tapaði sér náttúrulega eins og venjulega þegar hann sá Hilmar og sá til þess að hvíti bolurinn hans fengi sín vanalegu brennimerki eftir hann Wink

FótboltastjarnanÁ hausTöffarar á tónleikum

Nik&JayTöffarar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hellú kæru vinir,...ég er alveg með vatn í munninum..þið eruð alltaf að grilla eitthvað svaka gott.. Ji trúi að það hafi verið gaman á rapptónleikum í Legolandi. hehe algjör snilld að þú hafir verið að syngja með..tíhí..

Vá Eyþór Atli er náttla bara fótboltasnilingur! Mátt sko alveg vera montin af honum. Ji þeir eru bara flottir og sætir á þessum myndum.

knús úr rigningunni, anna skólastelpa

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 09:17

2 identicon

.,..og aftur.. þetta er svo æðisleg mynd af þeim..þessi pósa er náttla alveg snilld.

knús og takk fyrir komment..elsku besta Eydísin mín knús og love aks

Anna Kristín vinkona á Íslandi (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:19

3 identicon

p.s.

var að kvitta við nokkrar myndir.. vá þvílíkur gestagangur hjá ykkur í sumar..tíhí

knús love anna kristín :o)

Anna Kristín ofurkvittari hehe (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband