Líf og fjör

Hér er búið að vera nóg að gera síðustu vikuna. Strákarnir enn að plumma sig vel í skólanum og Valur Snær búinn að mæta í eitt bekkjarafmæli og Eyþór Atli búinn að fá boðskort í tvö Wizard Eyþór Atli er núna á þriðju fótboltaæfingunni sinni hjá HEI og finnst það geggjað, loksins alvöru æfingar með alvöru þjálfurum svo hann er bara í "seventh heaven".

Valur Snær mætti svo á fyrsta skátafundinn sinn á þriðjudaginn ásamt Svend og Sine sem eru bæði með honum í bekk í Skæring Skole. Þau búa hér í Studstrup og hann er búinn að leika mikið við þau síðustu daga, bæði heima hjá þeim og okkur. Hann er með Sine vinkonu sinni inn í herberginu sínu núna þar sem þau voru rétt áðan að koma hjólandi heiman frá henni þar sem þau eru búin að leika sér í allan dag Smile

Ég vil ekki meir...Um helgina var Sommerfest í Studstrup hér niður á strönd og mikið um að vera. Krakkadiskó á föstudagskvöldið sem strákunum fannst rosa spennandi og þeir dönsuðu breakdans og skemmtu sér konunglega. Svo var fjölskylduhátíð á laugardeginum með hlaupi, kökum, hoppuköstulum og slökkviliðið kom meira að segja á svæðið og sprautaði froðu yfir alla krakkana Happy  Ég er búin að setja myndir frá því ævintýri í ágúst myndaalbúmið hér neðar á síðunni sem ég tók að vísu bara á GSM símann minn þar sem myndavélin gleymdist heima.

Í gær fórum við fjölskyldan út að borða á Jensens Bøfhus og skelltum okkur svo á Die Hard 4 á eftir. Alltaf gaman að sjá Brúsann í action og kaldhæðna húmorinn hans Wink Strákunum fannst þetta svaka mynd og vilja núna ólmir sjá fyrstu þrjár myndirnar líka... svo það er aldrei að vita nema maður fari að skanna videoleigurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sig.

Ji þvílíkt fjör og mikið gaman hjá strákunum.. þeir myndu örugglega deyja úr leiðindum að vera hérna heima eftir að hafa kynnst þessu öllu. Aldrei svona rosa mikið stuð og hægt að gera hérna á klakanum... en vont en það venst!

Æðislegar þessar froðumyndir.. og flott þessi af Val þar sem hann er búinn að fá nóg.. maður finnur alveg til með honum bara!

Anna Sig., 24.8.2007 kl. 14:03

2 Smámynd: Anna Sig.

Já og PS. Skammaðu Hilmar fyrir að hringja í skakkt númer í mig um miðja nótt og tala dönsku! hahahaha HVEM ER DET?? ANNA PÅ ISLAND!!

Anna Sig., 24.8.2007 kl. 14:04

3 identicon

Sæl veri þið, vildum bara láta vita um ferðir okkar til Köben þann 28 ágúst- 5 sept... kveðja hressa parið í Grindó;) Ási og Telma

Telma (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 22:16

4 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Já ég elska þessa mynd af Val þegar hann vildi ekki meiri froðu, tíhí... er með hana sem veggfóður í símanum mínum :-) Og já Anna, ég er sko búin að skamma Hilmar í bak og fyrir! Þegar hann hringdi í þig um miðja nótt var að renna upp morgun hér og hann ætlaði að hringja í Arne vinnufélaga sinn sem fær far með honum í vinnuna klukkan hálf sjö á morgnanna. Hann er bara nýbúinn að kaupa sér nýjan síma og ég setti öll númerin úr mínum síma yfir í hans... og auðvitað var Anna frænka efst á lista ;-) Undskyld, undskyld, undskyld....

Eydís Hauksdóttir, 26.8.2007 kl. 08:48

5 Smámynd: Anna Sig.

Þetta var nú samt eigilega bara fyndið sko.. :) Mér datt líka í hug að hann væri að fara í vinnuna því hún var að verða 5 hérna og örugglega 7 hjá ykkur hehe!

Anna Sig., 26.8.2007 kl. 10:23

6 identicon

Sæl veri þið:) Gaman að heyra frá ykkur í dag, cab inn scandinavia hotel heitir hótelið sem við verðum á í köben:) þar er á vodroffsvej 55... Verður alveg rosalega gaman að sjá ykkur... erum hér í svaka stuði og erum farin út:) en við sjáumst hress í köben kveðja Ási og Telma köbenfarar....p.s leggjum af stað á íslenskum tíma 16.10

Ásmundur og Telma (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband