Í skólanum er skemmtilegt að vera

Fyrsti skóladagurinn gekk svona líka rosalega vel hjá báðum strákalingunum mínum. Þegar ég sótti þá um hádegið á miðvikudaginn voru þeir báðir skælbrosandi og sögðust vera búnir að eignast marga vini W00t Sem er bara besta mál og mikill léttir að heyra það þar sem við Hilmar erum búin að vera með smá samviskubit yfir að láta þá skipta aftur um skóla.

Fyrsta árið þeirra voru þeir í móttökubekk fyrir útlendinga í Læssøesgade Skole og byrjuðu því ekki í hverfisskólanum sínum í Tilst fyrr á öðru árinu okkar þar. Þeir voru reyndar ekkert sérstaklega ánægðir þar og Valur Snær hafði í vor ekki eignast neina nána vini í Tilst Skole. Bæði drengjunum og okkur líst mikið betur á Skæring Skole heldur en hina skólana sem þeir hafa verið í og þetta er líka í fyrsta skipti sem þeir eru í alveg dönskum bekkjum. Það búa nefnilega nánast engir innflytjendur í þessum hluta Árósa sem er mjög ólíkt hverfinu okkar í Tilst Ninja Í bekkjunum þeirra í Tilst Skole var meira en helmingurinn af krökkunum af erlendu bergi brotinn og í Læssøesgade Skole voru eingöngu útlendingar. Þetta er því í fyrsta skipti síðan við fluttum til Danmerkur sem við erum að upplifa svona ekta danskt samfélag Smile

Seinni partinn á miðvikudaginn brunaði svo fjölskyldan af stað niður í bæ þar sem Hilmar og strákarnir voru að fara að keppa í 5 km hlaupi í Mindeparken. Við vorum komin tæplega hálfa leið þegar það sprakk á bílnum okkar... í annað skipti á einni viku Shocking Við vorum því með sprungið dekk í skottinu og annað sprungið dekk undir bílnum... og að verða of sein í hlaupið. Neyðarúrræðið var því að skilja bílinn eftir og taka leigubíl restina af leiðinni og við rétt svo náðum tímanlega í hlaupið. Hilmar var að keppa fyrir hönd Pressalit Care sem var með stórt veislutjald á svæðinu fullt af mat og drykkjum fyrir alla. Þarna voru fleiri tugir fyrirtækja með tjöld og bása og mörg þúsund starfsmenn að keppa í hlaupi. Þetta var rosa stemning og fjör og endaði með flugeldasýningu klukkan tíu um kvöldið Happy 

Vegna bílleysis fór ég morguninn eftir með dauðþreytta drengi í fyrsta skipti í skólabílinn sem ekur með börnin frá Studstrup til Skæring. Börnin í skólabílnum gláptu stórum augum á mig þegar ég kom inn í skólabílinn því ég var eina fullorðna manneskjan í bílnum... fyrir utan bílstjórann náttúrulega Wink Mér finnst bara svo erfitt að sleppa höndunum af litlu ungunum mínum og senda þá aleina með einhverjum skólabíl í nýja skólann sinn. Ég vildi nú vera viss um að þeir finndu örugglega kennslustofurnar sínar og svoleiðis. Eyþór Atli þóttist ekkert þekkja mig og sat langt frá mér í bílnum og gekk svo 20 metrum á undan mér inn í skólann og að stofunni sinni. Valur Snær leyfði mér sem betur að sitja hjá sér og leiða sig inn í skólann. Hann höndlar mömmu sína ennþá litla krúttið, hehehe HaloEyþór Atli MusterisriddariHvað er nú þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt að heyra að þeim líði vel í nýja skólanum..ég skil þig alveg að hafa viljað fara með þeim í skólabílnum! Mjög eðlilegt mömmugen tíhí.

Æ leiðinlegt með sprungnu dekkin, bara leiðinlegt að lenda í þessu.

knúknús anna kristín 

Anna Kristin vinkona (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:32

2 identicon

Hæ hæ!! Frábært að heyra hvað skólinn gengur vel hjá strákunum:-) Flottar myndir af ykkur vinkonunum, greinilega verið gaman hjá ykkur. Melding á fyrsta haust saumaklúbbinn er komin af stað en mig vantar mailið þitt Eydís, ertu til í að senda það á rosagunn@gmail.com  þá getur þú fylgst með og svo færðu ferskar fréttir. Vona að þér gangi vel með lokaritgerðina, sendi þér baráttukveðjur.

Kveðja og knús

Rósa G og co

Rósa G (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 12:55

3 identicon

hæ dúlls.. var að skoða myndir hjá þér.. ekkert smá flottar. knús í krús

anna kristín

Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband