Fyrsti skóladagurinn í Skæring Skole

Í dag er fyrsti skóladagur litlu guttanna minna í Skæring Skole. Við vöknuðum í roki og rigningu svo þetta var bara eins og ekta íslenskur fyrsti skóladagur ;-) Það er búinn að vera mikill spenningur í gangi síðustu daga vegna þessa dags, sérstaklega hjá Eyþóri Atla. Hann er búinn að telja niður dagana í tvær vikur og hlakka mikið til. Held samt að þetta sé svona kvíðablandin tilhlökkun því það er alltaf dálítið stressandi að byrja í nýjum skóla. Hann átti mjög erfitt með að sofna í gærkvöldi, vældi smá og hélt um tíma að hann væri að verða veikur. En að lokum datt hann dauðuppgefinn útaf eftir að hafa fengið mjólkurglas og kúrt í mömmu fangi í smá tíma. Valur Snær er búinn að vera mun meira yfirvegaður yfir þessu öllu saman og ypptir bara öxlum þegar hann er spurður hvort hann hlakki ekki til. Það var þó komin smá tilhlökkun í hann í gærkvöldi þegar hann setti nýja pennaveskið sitt í skólatöskuna og raðaði nýju skólafötunum og skónum á skrifborðið sitt til að hafa nú allt tilbúið þegar hann vaknaði. Hann er þó mest ánægður með að vera loksins útskrifaður úr núllta bekk sem hann er búinn að vera í síðustu tvö ár og hann byrjar því í 1. bekk núna. Eyþór Atli er líka fyrst núna að komast í 3. bekk og er alveg í skýjunum með það. Hann tók nefnilega 1. og 2. bekk á Íslandi og er svo búinn að taka 1. og 2. bekk í Danmörku. Svolítið fyndið þegar það er svona annað númerakerfi hér en heima því ef við byggjum á Íslandi væru þeir að fara í 3. og 5. bekk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku dúllurnar mínar! Gangi ykkur ofsalega vel á fyrsta skóladeginum! Hlakka til að heyra hvernig gekk. Kristján byrjar í skólanum eftir slétt viku, er ekkert voða spenntur. Finnst best að sofa út. En ég held að spenningurinn komi þegar nær dregur.    Kær kveðja, Linda

Linda (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 08:14

2 identicon

vonandi gekk þeim vel fyrsta skóladaginn! Verður gaman að lesa hvernig þeim gekk í dag.

knús á línuna anna kristín og co 

Anna Kristin vinkona (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband