11.8.2007 | 19:16
Göngugarpar
Ég er smátt og smátt að setja myndir í júlí-albúmið hér á síðunni og er núna hálfnuð með mánuðinn. Við gerðum svo mikið þann mánuðinn og fengum svo marga gesti að myndavélin var á lofti sem aldrei fyrr :-) Nú eru sem sagt komnar inn allar myndirnar sem teknar voru í heimsókn Evu systur og Adda bróður. Seinni helmingurinn af mánuðinum kemur svo inn fljótlega.
Annars er fjölskyldan búin að vera dugleg að hreyfa sig síðustu daga því við erum ýmist að synda í sjónum eða í göngutúrum á ströndinni og inn í skógunum hér í kring. Í dag fórum við Hilmar í líkamsrækt og tókum rosa brennslu í klukkutíma, fórum svo heim og sóttum strákana og hundinn og fórum í tveggja tíma göngutúr. Við gengum eftir stíg sem er kallaður "Mols-ruten", fórum fyrst eftir ströndinni, svo inn í stóran skóg þar sem við gengum upp holt og hæðir og villtumst svo aðeins á bakaleiðinni og enduðum á að ganga yfir risastóran akur á leiðinni heim. Þegar við komum inn í götuna okkar sátu nokkrir af nágrönnum okkar fyrir utan húsin sín og okkur var boðið upp á bjór á tveim stöðum á leiðinni að húsinu okkar :-) Svona er þetta nú hérna í Danmörku, alls staðar boðið upp á øl... sem er reyndar ekkert sérlega sniðugt þegar maður er í átaki...
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
tíhí.. þið eruð ekkert smá dugleg í átakinu! Algjör snilld að vera svo boðið bjór þegar þið komið heim úr göngutúr hehe
knús og gangi ykkur vel
anna panna..sem byrjar í átaki á morgun úff
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 23:32
Skemmtilegar myndir!! Andri Már bara kominn með sítt dökkt hár og orðinn fullorðinn, Addi frændi alltaf að líkjast pabba ykkar meira, Viktor Ingi búinn að ná mömmu sinni í hæð sýnist mér, hinir gríslingarnir líka allir voða stórir! :) Það hefur greinilega verið fjör á þessum endurfundum
Anna Sig., 13.8.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.