9.8.2007 | 17:31
Sótsvartur sótari
Það gerðist dálítið spaugilegt atvik hérna í Stuðstrumpalandi í gær. Ég var nýbúin að vista síðustu bloggfærslu hérna á síðunni þar sem ég var að tuða yfir seinvirkum póstsendingum og hvítum leggjum. Ég sat sem sagt hálfnakin úti á palli og var að skvetta meira vatni á fæturna á mér þegar dyrabjallan hringdi allt í einu. Mér dauðbrá náttúrulega þar sem ég var svona fatalítil og ætlaði fyrst ekkert að fara til dyra... en datt svo allt í einu í hug að þetta væri kannski pósturinn með sendinguna sem ég var að bíða eftir. Svo ég stökk á fætur, henti yfir mig topp sem ég var með við hliðina á mér, hljóp inn um svalahurðina og reyndi um leið að troða mér í gallapils sem ég greip á hlaupunum. En þar sem ég var svo blaut á fótunum... og gallapilsið í þrengri kantinum... kom ég því ekki upp lærin á mér og flaug á hausinn með það vafið utan um hnéin á mér...
Úff, en mér tókst svo að skríða á fætur og þvinga pilsið upp með miklu átaki og komst loks móð og másandi að útidyrahurðinni. Ég reif upp hurðina og fyrir utan stóð svartklæddur maður með hendurnar allar í svörtu sóti og megnið af skallanum og kinnunum líka. Ég glápti á hann eins og hann væri geimvera og það eina sem komst að í hausnum á mér var af hverju pósturinn væri ekki í rauðu fötunum sínum í dag! Svo kynnti hann sig og sagðist vera sótari og væri mættur til að hreinsa skorsteininn hjá mér. Mér fannst þetta eitthvað svo fyndið að ég fór bara að flissa þegar ég sá að hann hélt líka að svörtum kústi og var eins og klipptur út úr bíómynd. Ég sagði honum svo bara að gera það sem hann þyrfti að gera og fór inn og reyndi að ná tökum á hlátrinum svo hann héldi ekki að ég væri geðveik. Fékk svo vægt taugaáfall mínútu seinna þegar Rebbi trylltist út í garði þegar hann sá þennan kolsvarta mann uppi á þakinu á húsinu. Í öllum látunum gleymdi ég að hann væri bundinn úti í garði og þurfti að stökkva út og hanga á honum meðan hann þeytti mér fram og aftur um garðinn allan tímann sem sótarinn var á þakinu.... veit ekki alveg hvað þessi sótari hefur eiginlega haldið um mig
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha..sé þetta algerlega fyrir mér! Vesalings sótarinn hefur verið dauðslifandi feginn þegar hann var búinn að vinna verk sitt í skorsteininum ykkar!
Sabbaló frænka (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 00:06
hahaha þetta er fyndnasta blogg sem ég hef lesið í langan tíma elsku Eydís mín. Vona að þú hafir ekki meitt þig þegar þú dast með gallapilsið. Haha ..greyið sótarinn er örugglega enn að jafna sig.. hehehe
knús knús
anna kristín
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.