8.8.2007 | 08:44
Sólbað
Loksins kom sumarið aftur til Danmerkur... passlega þegar allir gestir voru farnir, alveg ótrúlegt! Það er búin að vera þvílík blíða hér undanfarna daga, glampandi sól og 27-28 gráður. Ég er búin að liggja og grilla mig úti á palli dag eftir dag og er hreinlega að breytast í brunarúst... samt fer ég alltaf aftur út um leið og ég vakna ;-) Týpískur Íslendingur sem heldur að hann sé að missa af einhverju ef hann sogar ekki í sig hvern einasta sólargeisla sem hann sér. Nú er aðalmarkmiðið að verða brún á fótunum... tek nefnilega aldrei neinn lit þar... og ég er að nota aðferð sem Linda vinkona kenndi mér þegar hún var hérna um daginn. Ég sem sagt skvetti vatni á fæturna á mér á 10 mínútna fresti og læt sólina þurrka það... og svei mér þá, ég held þetta sé bara farið að virka :-)
Annars er allt fínt að frétta hér, Hilmar byrjaði að vinna á mánudaginn svo hann er kominn inn í daglega rútínu aftur og farinn að fara snemma að sofa á kvöldin. Ég ligg bara í sólbaði á milli þess sem ég sinni strákunum sem eru frekar eirðarlausir og orðnir spenntir að byrja í skólanum eftir viku. Þá kynnast þeir vonandi einhverjum krökkum sem þeir geta leikið við eftir skóla. Í dag er líka akkúrat ein vika síðan við Hilmar byrjuðum í átaki og erum bara búin að borða hollan mat síðan. Við fundum líka fína líkamsræktarstöð í fimm mínútna fjarlægð frá okkur og erum búin að mæta fjórum sinnum þangað og taka vel á því. Við vigtuðum okkur og mældum alls kyns sentimetra á síðsta miðvikudag þegar átakið byrjaði og ég er voða spennt að mæla allt aftur í dag og sjá árangurinn eftir fyrstu vikuna ;-)
Rebbi er líka í pössun hjá okkur, Sheaffer hundurinn sem Guðlaug og Sissi eiga, svo við fáum líka góða hreyfingu á hverju kvöldi þegar við förum í göngutúra með hann og leyfum honum að busla í sjónum. Nú bíð ég bara spennt eftir Herbalife sendingunni sem Linda sendi mér fyrir 9 dögum frá Íslandi en hún er ekki ennþá komin. Ég er farin að halda að tollararnir hafi rifið hana upp og fundist allt þetta hvíta duft eitthvað grunsamlegt.... En ég vona nú ennþá það besta og sit fyrir póstinum á hverjum degi þegar hann kemur á litlu sætu vespunni sinni. Ég get kannski prófað að setja nagla á götuna ef hann fer ekki að koma með eitthvað til mín. Ég er nefnilega líka að bíða eftir tveim öðrum sendingum frá H&M... skólafötum sem ég pantaði á strákana og annarri sem Linda pantaði á sína stráka. Jæja, best að hætta þessu blaðri hér á blogginu og fara að vökva betur fæturna á mér.... Adios amigos!
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ skvís! Ég var einmitt að senda þér póst og spurja hvort sendingin væri ekki löngu komin, átti að taka 2-3 daga!!!! Þeim í tollinum hefur eitthvað fundist þetta spennandi!
Það passar sólin er farin frá okkur á Íslandi og greinilega komin til ykkar. Það væri ansi freistandi að panta flugfar til ykkar en Icelandexpress var að senda mér tilboð í morgun. Mundi svo að nota olíu einnig á lappirnar, það þrælvirkar. Knús til ykkar. Kv. Linda
Linda (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 09:49
hæ krútta, vá hvað þið eruð dugleg..hollt mataræði og farin að æfa! Held ég ætti að taka ykkur mér til fyrirmyndar hehe..allt látið ofan í sig í sumar..humm ekki gott
Gangi þér vel að fá brunku á fæturnar..knús og kossar í kotið anna kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:37
Takk fyrir knúsin elskurnar... Linda; ég keypti mér einmitt olíu með vörn í dag sem ég ætla að prófa á morgun, tíhí, allt gert til að fá brúnku á fæturnar.
Eydís Hauksdóttir, 8.8.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.