Ein í kotinu

Nú erum við búin að búa í einn mánuð í strandhúsinu í Studstrup og erum nú að prófa að vera þar ein í fyrsta skipti eftir 30 daga gestagang. Það er bara mjög notalegt og rólegt hjá okkur núna og sólin farin að skína. Það er búið að vera mikið líf og fjör síðasta mánuðinn og við búin að gera margt og mikið með öllum gestunum okkar. Ég held að það sé alla vegana á hreinu að við förum ekki í fleiri skemmtigarða næstu 10 árin eða svo.... Wink

Annars er bara frábært að allt þetta yndislega fólk skuli hafa komið hingað að heimsækja okkur og gott að eyða smá tíma með fólkinu sem okkur þykir vænt um. Suma gestina höfðum við ekki hitt í 9 mánuði, aðra í eitt og hálft ár og suma höfðum við ekki hitt í heil tvö ár... Svona er þetta skrítið þegar maður býr í útlöndum Errm

Gestagangurinn endaði sem sagt þannig að Linda og Gunnar kláruðu vikuna sína hjá okkur þann 25. júlí og við ókum með þeim langleiðina til Billund, eyddum síðasta deginum þeirra með þeim þar, kvöddum þau við mikinn söknuð allra Crying ...og fórum svo í Ljónagarðinn í Givskud að hitta síðasta hollið af gestunum. Þar urðu mikil fagnaðarlæti þegar við hittum Helgu, Adda, Andreu Ósk, Báru og Ágúst Aron Grin Við ókum svo með þau á eftir okkur heim í strandhúsið seint um kvöldið og þau voru hjá okkur í fimm daga. Það helsta sem við gerðum með þeim var að fara í Djurs Sommerland og svo var það vanalegi rúnturinn um Árósa, Strikið, Latínuhverfið, Bruuns Galleri og bambaskógurinn góði sem er alltaf jafn vinsæll. Við borðuðum líka fullt af góðum mat og nutum svo bara samverunnar.

Eftir að við kvöddum síðustu gestina á mánudaginn erum við fjölskyldan bæði búin að vera heima hjá okkur í slökun og þess á milli í alls kyns útréttingum út um allan bæ því ýmislegt hefur setið á hakanum síðan við fluttum. En nú er allt frágengið og við erum að byrja að koma rútínu aftur í gang á heimilinu, enda ekki seinna að vænna. Hilmar byrjar að vinna eftir sumarfrí á mánudaginn og strákarnir byrja svo í nýja skólanum sínum þann 15. ágúst. Þá byrja ég líka á fullu aftur í ritgerðinni minni sem ég stefni nú á að skila í október... eins gott að það takist nú svo ég geti byrjað að vinna fyrir jól Woundering Annars áttum við mjög góðan dag í gær, fórum í bæinn og strákarnir keyptu sér smá skóladót og við Hilmar fórum bæði í klippingu og litun svo við erum með svakalega flotta hausa bæði tvö Halo Enduðum svo daginn á að fara í prufutíma í líkamsrækt... því nú veitir ekki af því að fara að taka sig rækilega í gegn eftir þetta skemmtilega sumarfrí þar sem allt hefur verið leyft í mataræði... og þá meina ég bókstaflega allt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir kveðjuna elsku Eydís mín:) Ég skila afmæliskveðjunni til þeirrar á efri ! Svo þegar við komum einhvern tímann til ykkar þá förum við líklega ekki í Sommerland eða hvað! hehehhee..hafið það ávallt sem best!

Svava frænka (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 13:49

2 identicon

hæ elskurnar, já þið verðið að prófa Gorgonzola hammara..! *Þeir klikka ekki

Hafið það sem allra best elskurnar og njótið samverunnar "bara" fjögur í strandhúsinu.

knús og kossar

Anna Kristín og co. 

Anna Kristin vinkona (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 22:06

3 identicon

Rétt að skilja eftir spor á síðunni ykkar. Gott að allt gengur vel hjá ykkur, aldeilis búin að standa ykkur vel í Hótelbransanum:-)) Gangi þér sem best í ritgerðavinnunni, ég skal senda þér góða srauma.

Kveðja Rósa G og co

Rósa G (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband