Strandhúsið

Loksins er ég búin að taka myndir af húsinu og koma þeim inn í tölvuna. Ég set smá hér í dagbókina og svo er hægt að sjá fleiri myndir í júlí möppunni hér neðar á skjánum. Við erum mjög ánægð hér og alveg að tapa okkur í öllu þessu plássi þar sem við erum nú ekki vön að hafa allt þetta rými í kringum okkur  Sideways  Garðurinn er æðislegur og við höfum loksins getað eytt smá tíma í honum síðustu daga þar sem ræst hefur töluvert úr veðrinu síðustu vikuna. Við erum líka búin að fara nokkrum sinnum niður á strönd sem er bara í tveggja mínútna göngufjarlægð frá húsinu. Þetta er lítil og krúttleg strönd með geggjuðu útsýni yfir Djurslandskaga... svo nú vantar okkur bara bát eins og allir hér í götunni eiga Cool  Adios amigos....Blishønevej 11Kvöldverðarhornið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lítur voðalega vel út og ég efast ekki um að þetta sé yndislegt að búa þarna! Þið eruð búin að koma ykkur vel fyrir sé ég. Huggulegt í alla staði! Tillykke med det min skat:)

Sabbó frænka (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 15:41

2 identicon

...Vá hvað mig langar til að heimsækja ykkur! Þetta er æðislegt hús....skil vel að þið hafið alveg fallið fyrir því!

Vona að þið hafið það gott og að ykkur líði vel á nýja heimilinu.

knús og kossar á línuna

Anna Kristín og co 

Anna Kristin vinkona (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 18:16

3 identicon

Sæl Eydis mín.

Gaman að sjá nýja húsið og allt gangi vel hjá ykkur.

Allt gott að frétta af okkur á Héraði.  Nú þurfum við að hafa samand.

Kveðja Magga vinkona.

Margrét Helga (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:40

4 identicon

Elsku fjölskylda! Kærar kærar þakkir fyrir okkur!  Þið eruð höfðingjar heim að sækja.  Húsið er svo flott og leið okkur mjög vel í strandhúsinu fína. Þetta var að sjálfsögðu eins og 5 stjörnu hótel og vel hugsað um okkur! Og Hilmar þú verður að passa þig að hæna börnin ekki svona að þér, þeir sakna þín og spurja hvenær við förum aftur.  Hákon sagði í gær, ég vil fara aftur til DK strax í dag og hitta Hilmar. Enn og aftur tusund tak! Kv. Linda og strákarnir.

Linda, Gunni, Krissi og Konni (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 20:12

5 identicon

Sæl skvísa gaman að sjá hvað gengur vel hjá ykkur ég kíkka reglulega hér inn hjá þér kveðja Alda frænka:)

Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband