20.7.2007 | 23:21
Gæster nummer tre
Hér er alltaf líf og fjör og fullt af fólki Addi bróðir og fjölskylda sigldu í burtu frá okkur á miðvikudaginn eftir fimm daga heimsókn í Studstrup. Við fórum með þeim í Ree Park sem er mjög flottur og skemmtilegur dýragarður í Ebeltoft sem er um hálftíma akstur frá okkur. Toppurinn af deginum var að leika við Lemúrana frá Madagaskar sem voru lausir á apaeyjunni og hoppuðu upp á bakið á okkur og sleiktu ísinn af fingrunum á strákunum. Algjör krútt með risastór augu og við biðum bara eftir að þeir myndu dansa fyrir okkur og syngja... "I like to move it, move it... Það helsta sem við gerðum hina dagana var að kíkja á Strikið og Latínuhverfið og svo var farið á ströndina að veiða krabba og busla.
Einar og Hjördís sem búa í Horsens kíktu svo í kaffi til okkar eftir hádegi á miðvikudeginum og um kvöldið fengum við svo Lindu vinkonu og fjölskyldu til okkar. Þau ætla að vera hjá okkur í viku og á fyrstu tveim dögunum þeirra erum við búin að afreka eina ferð í Lególand og einn rúnt um bambaskóginn. Bambarnir voru mjög gráðugir í dag og voru fljótir að hakka í sig birgðirnar af eplum sem við tókum með okkur. Stefnan er svo tekin á bæjarrölt í miðbænum á morgun og líklega "Den gamle by" á sunnudaginn.
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er aldeilis gestagangur! Endilega hentu inn myndum við tækifæri, maður er svo spenntur að sjá nýja húsið! Mútta þín stakk upp á "frænkuferð" til DK í framtíðinni - ef þið verðið þarna eitthvað mikið lengur! Sem ég býst nú fastlega við...DK er bara dejlig og ég hlakka til að koma þangað aftur, hvenær sem það verður. Allt gott af öllum hér! Knús á liðið...þín litla frænka:)
Svava frænka (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 01:06
ja hérna.. alltaf gaman að fá gesti en er ykkur ekki farið að langa að eiga eina nótt bara þið fjölskyldan í nýja húsinu, ég bara spyr :) Ég er nefnilega þannig sjálf að ég myndi ekki meika svona mikinn gestagang en svona eru mennirnir misjafnir!
Ég tek undir með Svövu frænku, á ekkert að fara að setja inn myndir af nýja slotinu og svona?? Er forvitin að sjá!
Anna Sig., 21.7.2007 kl. 13:37
hæ elsku Eydís,
vá..það er aldeilis gestagangur. Snilld með Lemúrana..væri til í að fara í þennan dýragarð einhvern daginn
Góða skemmtun með Lindu og co. knús og kossar á línuna
þín anna kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 17:12
Sorrý, sorrý, sorrý að ég sé ekki búin að setja inn neinar myndir af slotinu :S Ástæðan fyrir þessu myndaleysi er að síðan við fluttum inn um mánaðarmótin síðustu hefur snúran úr myndavélinni ekki fundist svo ekki hefur verið hægt að dæla neinum myndum inn í tölvuna. Við fórum því í bæinn í dag og keyptum nýja snúru sem ég ætla að prófa núna á eftir og sjá hvort ég geti þá ekki skellt inn nokkrum myndum ;)
Eydís Hauksdóttir, 21.7.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.