Gestir í strandhúsinu

Loksins, loksins fann ég tíma til að blogga smá hérna. Mikið búið að vera að gera síðustu tvær vikurnar síðan við fluttum í strandhúsið. Við erum rosalega ánægð hér og svífum bara á draumaskýi alla daga. Eva systir fór til Íslands í gær ásamt sonum sínum tveim. Það er búið að vera frábært að hafa þau hérna hjá okkur þar sem þau voru mjög dugleg að hjálpa okkur við að koma okkur fyrir á milli þess sem við skruppum út að gera eitthvað skemmtilegt. Veðrið hefur að vísu ekki verið upp á marga fiska en við erum samt búin að fara í Lególand, Djurs Sommerland og Tivoli Friheden við mikinn fögnuð drengjanna fjögra. Svo erum við líka búnar að eyða nokkrum dögum á Strikinu og í verslunarmiðstöðvunum í Árósum... við ekki eins mikinn fögnuð drengjanna Wink

Addi bróðir og Oddný mágkona sem búa í Noregi komu til okkar í dag ásamt sínum tveim guttum og þau verða hjá okkur í fimm daga. Við vonum að þau fái skárra veður en síðustu gestir og við ætlum að byrja á því að skreppa með þeim í Djurs á morgun þar sem það er ágætis veðurspá fyrir morgundaginn og vonandi hægt að busla eitthvað í vatnsleikjagarðinum SmileKrúttlega litla fjölskyldanSystkinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallo,hallo

ER ekki að ýkja, húsið og umhverfið er avleg frábært. Þið eigið þetta svo sannarlega skilið, vonandi verða eigendur hússins i mörg ár í siglingu og þið getið verið þarna i mörg ár.

Hlakka til morgundagsins. Kveðja Fjölskyldan Svinndal

Oddny (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 21:10

2 identicon

hellú..bara kvitta fyrir komunni..góða skemmtun með bróður þínum og family.

knús og kossar á línu þín Anna Kristín 

Anna Kristín (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 11:32

3 identicon

Hæ hæ!
Rétt að skilja eftir okkur spor á síðunni um leið við óskum ykkur til hamingju með að vera flutt í stuðstrumpaland. Vonum að þið hafið það gott og veðrið fari að ljóma á ykkur. Biðjum að heils Lindu og fjölskyldu.

Kveðja

Rósa G og co

Rósa G (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband