29.6.2007 | 20:09
Stuðstrumpaland
Þá er komið að því, fáum strandhúsið góða í Studstrup í fyrramálið klukkan 10, jibbí!!! Við erum búin að eiga yndislega tíu daga upp í Norring hjá Guðlaugu, Sissa og börnum og allt búið að ganga eins og í lygasögu Ástarþakkir fyrir það dúllurnar mínar, þið eruð bara best Svo byrjar bara fjörið um helgina við að koma öllu fyrir, raða upp húsgögnum og taka upp úr kössum. Eva systir ætlar að koma og hjálpa okkur og hún og strákalingarnir hennar verða svo hjá okkur til 13. júlí sem verður bara æðislegt. Vona bara að þessi rigning fari að hætta hér og sólin fari nú aftur að láta sjá sig svo sumarfríið hjá elskulegri systur minni fari nú ekki alveg í vaskinn...
Í dag var síðasti skóladagur hjá Eyþóri Atla og Val Snæ í Tilst skóla. Mikið fjör og gaman þar og þeir komu úr skólanum hlaðnir sælgæti eftir að hafa kvatt kennarana, vinina og bekkjarfélagana. Framundan er sex vikna sumarfrí og svo byrja þeir 15. ágúst í Skæring skóla. Þetta er allt svaka spennandi fyrir þá, nýtt hús, nýjir vinir, sumarfrí, fullt af gestum væntanlegir og nýr skóli. Það er mikil tilhlökkun í þeim en stundum er þetta svolítið yfirþyrmandi og spennan aðeins of mikil... Þá verðum við bara að taka þétt utan um þá og reyna að gefa þeim smá öryggi og fá þá til að slaka aðeins á. En við erum öll bara bjartsýn á að eiga skemmtilegt ár framundan með fullt af nýjum ævintýrum
Nýja heimilisfangið okkar er:
Blishønevej 11, Studstrup, 8541 Skødstrup
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Þið eruð líka best. Það var bara gaman að hafa ykkur í heimsókn . Megið þið eiga yndislegt sumar í Stuðstrumpalandi .
Kiss og knús
Guðlaug
Guðlaug (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 17:24
gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir, sólin hlýtur að fara að láta sjá sig.. hún er allavega ekki hér í dag!
knús og kossar
Anna Kristín p.s. Marinó valdi geimveruna
Anna Kristín vinkona (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 12:17
Til hamingju með nýja pleisið !! Kveðja úr sólinni á Fróni.
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.7.2007 kl. 13:22
Til lukku með Stuðstrumpalandshúsið Ég er viss um að þið eigið eftir að eiga frábæran tíma í húsinu við ströndina.
Bestu kveðjur frá Sigrúnu og Thelmu á sólríka Fróni
Sigrún Gumm (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 20:37
Sæl skvísa ég rakst á síðuna þína inná Bakkaselló og ákvað að kvitta hjá þér :)
Kveðja Alda Heimisdóttir:)
Alda Heimisdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 10:19
Hæ hæ! Vona að ykkur gangi vel aðkom ykkur fyrir í nýja húsinu. Hlakka til að heyra frá ykkur og sjá myndir af slotinu! Bið að heilsa Lindu og fam þegar þau mæta á svæðið.
Kveðja frá okkur í sól og sumaril í mosó Rósa G:
Rósa G (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.