Flóð

Það rigndi all svakalega hér í gær, var bókstaflega algjört skýfall og allt á floti alls staðar. Þegar ég og Valur Snær komum upp í Norring rétt fyrir fjögur í gær var Elli strandaglópur þar því mótorhjólið hans fékk svo svakalega gusu yfir sig að það bara dó. Hann stökk upp í bílinn hjá mér og við brunuðum í rigningunni til Egå þar sem hann var orðinn of seinn að sækja börnin sín á leikskólann og allt í panik W00t  Þetta hafðist þó að lokum og ég hélt áfram að keyra í rigningunni með ónýtar rúðuþurrkur og sótti Hilmar í vinnuna klukkan fimm. Á leiðinni þangað fékk ég símtal frá Poul og Helle, eigendum strandhússins sem við erum að fara að leigja á laugardaginn... og það lá við að ég fengi vægt taugaáfall Crying  Það var flóð í kjallaranum á strandhúsinu! Helle var móð og másandi í símanum því þau voru á fullu að moka vatninu út. Fyrst brá mér svo því ég hélt að húsið væri stórskemmt og við myndum kannski ekkert fá að leigja það. Svo fattaði ég allt í einu að ÖLL BÚSLÓÐIN OKKAR eins og hún leggur sig... er í kjallaranum í húsinu þeirra Woundering  Við Hilmar brunuðum því eins og brjálaðir bavíanar til Studstrup til að skoða ástandið... og sem betur fer var þetta ekki næstum því eins slæmt og þetta leit út fyrir að vera í upphafi. Hjónin voru þá búin að moka því mesta af vatninu út og húsið var alveg óskemmt. Húsgögnin okkar sluppu líka nánast alveg en það var hellingur af kössum frá okkur þarna á gólfinu og allir neðstu kassarnir voru í blautir í botninn og nokkra sentimetra upp. Við vorum þarna í tvo tíma að taka allt upp úr þeim kössum, þurrka það og setja í nýja kassa. Við vorum ótrúlega heppin að það slapp allt svona vel Joyful

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku vínkona gott að allt fór vel með búslóðina ykkar þetta er nú meira ástandið púff.  En takk æðislega fyrir Ella bara bjargaðir okkur alveg takk takk og stórt knús....

kv. úr Essam, Brynja.

Brynja (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband