Langir dagar

Úff hvað dagarnir í þessari viku eru eitthvað voðalega langir... Hilmar er að vinna yfirvinnu þessa dagana og vinnur þá frá 6-17 í staðin fyrir 7-15 svo ég keyri hann í vinnuna frá Norring klukkan hálf sex á morgnana. Kem svo til baka og þá byrjar allt morgunstússið með strákana; vekja, klæða, borða, nesta og allt það. Keyri svo guttana og Guðlaugu til Tilst upp úr hálf átta. Mæti svo drullusyfjuð í skólann minn rúmlega átta og hef þá fyrst tíma til að fá mér morgunmat og er þá náttúrulega orðin glorhungruð eftir að hafa verið á fótum í þrjá tíma. Svo myndast ég við að reyna að skrifa þessa blessuðu... (afsakið, skemmtilegu, áhugaverðu, frábæru...) ritgerð mína þar til allt ferlið hefst á nýjan leik seinni partinn við að sækja allt liðið. Svo tekur við allt þetta venjulega amstur eftir það þar til við dettum uppgefin út af rétt fyrir miðnætti.

Í gær var reyndar aðeins öðruvísi dagur... alveg jafn langur samt. Strákarnir fóru að heimsækja nýja skólann sinn í Skæring. Við heimsóttum báða bekkina sem þeir byrja í 15. ágúst. Það var mikil spenna, bæði hjá þeim og hjá öllum nýju bekkjarfélögunum. Þeir voru auðvitað svakalegir töffarar í nýju fötunum sem þeir keyptu sér daginn áður, n.b. báðir í rauðum kvartbuxum með köflóttar "kasket" derhúfur. Þeir slógu svo endanlega í gegn þegar þeir sýndu kennurunum og bekkjarfélögunum break-dans eins og þeim einum er lagið ;)

Eva systir kom svo með Viktor Inga og Daníel Þór til Árósa um sex leytið í gær. Eyþór Atli og Valur Snær voru þá í afmælisveislu í einni keiluhöllinni hér svo gestirnir komu með okkur að sækja þá þangað. Það var mikill fögnuður hjá frændunum fjórum þegar þeir hittust, enda hafa þeir ekki hitt Eyþór Atla í eitt ár og Val Snæ síðan í nóvember. Við fengum okkur svo að borða saman við ánna áður en þau héldu ferðalaginu áfram til Grenå... þar sem ég kom þeim í fóstur hjá Kollu frænku þar til við fáum strandhúsið góða um helgina :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nóg að gera hjá þér Eydís mín, nóg af skutleríi.  En það styttist nú í nýja húsið oh hlakka svo til að koma í heimsókn þangað og skoða.  Gaman að nýji skólinn leggst vel í drengina það skiptir svo miklu máli.  Gangi þér bara rosalega vel að skrifa bara tuff tuff.  Dagarnir eru langir hérna í Essam og ég og Guðlaug hvetjum hvor aðra áfram hérna enda nauðsynlegt.

Kær kveðja héðan úr suðurbænum.

Brynja (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 11:44

2 identicon

hæ dúllan mín, takk fyrir msnspjallið í morgun. Ji þeir eru náttla snillingar guttarnir þínir..ekkert smá duglegir að breaka! gott að þeim leist vel á skólann.. Ji veistu ég væri sofnuð fyrir átta á kvöldin ef ég færi svona snemma á fætur! o.m.g. finn til með þér. Það verður léttir fyrir ykkur að komast í strandhúsið.

knús og kossar anna kristín

Anna Kristín (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:36

3 Smámynd: Anna Sig.

Vá nóg að gera, þú hlýtur að vera með einhver aukabatterí í þér.. passaðu þig að keyra þig ekki út! Bið að heilsa öllum ;) Ps. við flytjum í nýja húsið okkar 13. júlí.. spennó!

Anna Sig., 27.6.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband