25.6.2007 | 08:55
Nornabrennur
Jæja loksins er að róast aðeins í kringum okkur og kominn tími til að kveikja aftur á tölvunni. Nóg búið að vera að gera síðustu vikuna og ég er eiginlega alveg búin að vera búin á því síðustu daga. Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur fóru í flutninga, tiltekt og þrif og það var mikill léttir þegar því var lokið og við afhentum lyklana að íbúðinni klukkan þrjú á miðvikudag. Sem betur fer höfðum við þó nóg af hjálpandi höndum og við viljum senda ástarþakkir til Ástu, Ívars, Ella, Brynjars, Sissa, Guðlaugar og þeirra Stavnsvej-inga sem gáfu sér stund í prófatörninni til að lyfta nokkrum kössum :) Þegar flutningnum var lokið var okkur boðið, ásamt Guðlaugu og Sissa, í grillveislu til mjög indælla hjóna sem heita Hrönn og Kiddi og voru að flytja frá Íslandi til Lystrup. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki og við áttum mjög skemmtilegt kvöld með þeim þrátt fyrir að allir væru hálf þreyttir og tuskulegir. Síðan þá erum við búin að vera svo heppin að fá að búa upp í Norring hjá Guðlaugu og fjölskyldu. Þar er búið að vera mikið fjör þar sem við erum fjögur fullorðin, fimm börn og einn hundur... samt sem áður allt búið að ganga eins og í sögu og allir fjarskalega sáttir eftir því sem ég best veit. Á laugardagskvöldið var St. Hans Aften hér í Danmörku sem Danir fagna með því að halda grillveislur og brenna nornir á báli. Við grilluðum svaka góðar svínalundir og skelltum okkur svo á nornabrennu upp í Hammel. Brennan þar var nú samt frekar lítil og ofan á henni var lítil norn fljúgandi á kústinum sínum... og hún var svo illa fest að hún hrundi að mestu út úr bálinu og svo kviknaði í hausnum á henni greyinu. Erfið örlög fyrir þessar blessaðar nornir hér... vona bara að þeir uppgötvi ekki að ég sé norn fyrir næstu nornabrennu...
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með nýju íbúðina !!
Ragnhildur Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 11:21
Hvenær flytjið þið svo inn?
Ragnhildur Þórðardóttir, 25.6.2007 kl. 11:22
Við fáum húsið vonandi laugardaginn 30. júní... svo það eru bara 5 dagar til stefnu :)
Eydís Hauksdóttir, 25.6.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.