Broddgöltur

Hér varð uppi fótur og fit í nótt. Ég vaknaði við eitthvað skrjáf og skrítin hljóð og læddist að svalahurðinni því ég hélt fyrst að það væri enn einu sinni kominn bófi að stela hjólunum okkar Bandit  Þá sá ég eitthvað dýr, hálft ofan í ruslapokanum og það var svo mikið myrkur að ég var ekki viss hvort þetta var broddgöltur, moldvarpa eða risastór rotta. Ég vakti Hilmar og við náðum í vasaljós og lýstum upp dýrið og sáum þá að þetta var broddgöltur. Um leið og hann uppgötvaði okkur, breyttist hann í kúlukaktus og rúllaði sér upp í bolta. Ferlega fyndið að sjá þetta... hausinn og fæturnir hurfu alveg inn í kúluna og allir broddarnir stóðu beint út í loftið LoL Hilmar setti á sig hanska til að stinga sig ekki og við tókum hann inn og settum hann í búr til að geta sýnt strákunum hann þegar þeir vöknuðu. Þeim fannst þetta rosa spennandi og vildu náttúrulega bara eiga hann sem gæludýr. Hann er svo fyndinn og mikið krútt og í hvert sinn sem hann fattar að einhver sé að horfa á sig, breytist hann í myndastyttu. Hann er mjög góður í svona "play dead" því hann hreyfir ekki einu sinni augun eða neitt í margar mínútur þegar hann gerir þetta.

KúlukaktusAlgjört krútt

Broddgeltir eru algjör næturdýr sem ferðast um á nóttunni til að afla sér matar og sofa svo í hreiðrunum sínum á daginn. Það eru víst einhvers konar flugur sem leggjast á þá ef þeir eru á ferli í dagsbirtu og verpa eggjum á þá. Við ætlum því að bíða fram á kvöld og sleppa honum þá svo hann geti rölt óhultur heim til sín í myrkrinu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hellú.. Hildi Björk fannst hann svo sætur að hún er til í að fá svona gæludýr hehe.. Marinó Róberti fannst hann líka algjört krútt.. tíhíhí.. gaman að fá svona gest í ruslapokann knús úr Dísaborgunum

Anna Kristín (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 22:13

2 identicon

Sæti sæti..ég man eftir einum svona í Jelling forðum daga! Hann gerði það sama- líklegast af því hann var líka broddgöltur - að rúlla sig upp og vera alveg kyrr! Passa sig á mannfólkinu!

Sabbaló frænka (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband