Efnilegur leikari

Vá hvað dagarnir fljúga áfram, helgin nýbúin en strax kominn fimmtudagur og alveg að koma aftur helgi. Erum að spá í að skreppa í innkaupaferð á grensuna í Þýskalandi um helgina og versla doldið vel inn fyrir sumarfríið og gestina... sem styttist óðfluga í Joyful  Á sunnudaginn er svo víst 17. júní og okkur er boðið í SS-pylsupartý með Myllu pylsubrauðum í garðinum hjá Hildi og Sigfúsi, hæ, hó, jibbí jei og jibbí jei.... Wizard

Mánudagurinn 18. júní er svo stóri flutningsdagurinn. Þá verður öll búslóðin okkar flutt inn í kjallarann á Blishønevej í Studstrup og geymd þar þangað til við fáum húsið afhent þann 1. júlí. Já takk, þið megið alveg koma að bera kassa á mánudaginn Wink 

Annars hefur vikan bara verið frekar tilbreytingasnauð, sólin að vísu búin að minnka talsvert og hitastigið hefur lækkað aðeins... en það er líka allt í lagi svona í nokkra daga. Í gær hringdi kennarinn hans Vals Snæs í mig og bað mig að fara með hann til læknis því hann hefði slasast í skólanum Frown Ég náði í litla leikarann minn sem var víst búinn að vera með hökuna fasta við bringuna í tvo tíma vegna þess að hann hafði fengið hnykk á hálsinn og gat ekki lyft höfðinu upp. Hann gekk eins og gamall maður með krippu og var búinn að fara í skoðun hjá skólahjúkrunarfræðingnum og sjö kennarar voru búnir að sturma yfir honum þegar ég kom. Ég þakkaði þeim pent fyrir og gekk með stórslasaða barnið mitt út á bílaplan og benti honum á fugl sem var fljúga fyrir ofan okkur... hann var snöggur að líta upp og steingleymdi á sama augnabliki að hann gæti ekki lyft höfðinu... held hann sé mjög efnilegur því þetta er í þriðja sinn á þessu skólaári sem ég er send með hann á slysó og það er ekkert að honum Whistling  Þetta er kannski skýringin á að Umferðarstofa féll fyrir honum þegar þeim vantaði auglýsingastjörnu Wink

Umferðarstofa 4Umferðarstofa 3Umferðarstofa 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha hann er frábær! hahah ég hló ekkert smá þegar ég las þessa sögu hehe..

Góða skemmtun í pylsupartý á morgun og gleðilegan þjóðhátíðardag

 17 júní knús

anna kristín og co 

Anna Kristín (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband