10.6.2007 | 21:04
Endalaust sumarfrí
Þetta eru voða notalegir dagar núna, dag eftir dag sól og blíða og allir svo brosandi, glaðir og hamingjusamir Ég fór í smá stelpuboð til Hildar vinkonu í Harlev á föstudagskvöldið. Mjög kósý og skemmtilegt boð og við sátum frá klukkan átta um kvöldið til tvö um nóttina úti í garði hjá henni við kertaljós og mauluðum nasl og sötruðum ískalt hvítvín með... bara æði
Á laugardagsmorguninn kom svo Yuriy vinur Vals Snæs til okkar í sólarhringspössun og við skelltum okkur þá í dýragarðsferð til Álaborgar. Við höfum aldrei komið til Álaborgar áður og það var bara rosalega gaman og mjög flottur og skemmtilegur miðbær. Þarna var göngugata eða svo kallað Strik eins og í flestum bæjum Danmerkur og litlar steinlagðar hliðargötur út úr Strikinu. Ein hliðargatan heitir "Jomfru Ane Gade" og beggja vegna götunnar, sem var mjög þröng, voru raðir af veitingahúsum og pöbbum og fyrir utan hvern stað voru sólpallar með litlum krúttlegum girðingum og borðum til að borða úti. Við völdum okkur lítið steikhús og borðuðum úti á pallinum sem var bara mjög ljúft
Í dag var svo heitasti dagurinn hingað til á árinu 2007 Mælirinn sýndi 32 gráður í skugga og eftir að hafa hent ofan í nokkra kassa í viðbót brunuðum við á ströndina sem er handan við Bambaskóginn. Þar var gjörsamlega stappað af fólki og umferðarteppa í gegnum allan skóginn, bæði þegar við komum og fórum. En það var alveg þess virði að láta sig hafa það því það var svo geðveikt gott að kæla sig niður í sjónum. Hlökkum núna ennþá meira til að flytja í strandhúsið og geta bara rölt niður á strönd
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá en æðislegt.. Þetta verður frábært fyrir ykkur að geta rölt á ströndina.. Eitt stórt ævintýri. Ég ætla að fara að plana..stelpukvöld..og hafa svona gaman..Þið eruð alltaf að gera eitthvað skemmtilegt.. ekkert smá dugleg.
knús og saknaðarkossar..
anna panna
Anna Kristín (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 21:14
Ohh hvað ég öfunda ykkur af þessu góða veðri, og að geta farið á strönd og setið úti og borðað. Ég gæti grenjað sitjandi hér norður í þessum rokrassi, í 8 gráðu hita !!
Líst vel á að þið ætlið að skella ykkur í ræktina. Um að gera að byrja bara rólega og bæta svo smám saman við eftir því sem formið verður betra. Ánægð með ykkur !!
Ragnhildur Þórðardóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.