7.6.2007 | 21:37
Það er svo heitt!
Já, já, blíðan heldur bara áfram hér. Hitinn fór upp í 28 gráður í dag og ég var eitthvað að lufsast við að henda ofan í einn og einn kassa á milli þess sem ég lá örmagna af hita úti í garði. Var búin að smyrja sólarvörn á mig í bak og fyrir... nema náttúrulega á efri hlutann á bakinu þar sem hendurnar á mér ná nú ekki þangað. Gleymdi mér svo við að skrifa flutningstilkynningar úti í sólinni og snéri náttúrulega bakinu að sólinni á meðan :( Nú er bakið svo brunnið að mér líður eins og skinnið sé einu númeri of lítið og finn til við hverja hreyfingu. Ekki að ég sé neitt að kvarta sko, hehe, finnst þetta veður bara svo geggjað :)
Og börnin mín já, Anna frænka var eitthvað að kvarta yfir að ég virtist ekkert eiga nein börn lengur í blogginu mínu. Eyþór Atli var sem sagt heima hjá mér í dag með smá hitavelling og Valur Snær hjólaði í skólann með blátt hársprey í hárinu sem ég keypti í Bilka í gær. Svo hjólaði hann aftur heim eftir hádegi og var þá orðinn blár í framan því hárspreyjið var búið að leysast upp í hitanum og leka yfir allt andlitið á honum... svo greyið var ekki sólbrúnn í framan heldur sólblár ;)
Við nenntum svo ekkert að elda kvöldmat seinni partinn og rúlluðum því niður í bæ, komum við á Pizza Hut og tókum pizzur með okkur á ströndina. Vorum með nestiskörfu með okkur með teppi, drykkjum, handklæðum og sundfötum og strákarnir busluðu alsælir í sjónum í kvöldsólinni.
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð ég meinti þetta ekkert þannig :) Þú ert alltaf mjög nákvæm í þínum skrifum og afar dugleg að skrifa.. ég er orðin miklu latari núna, verð alltaf svo móðguð ef ég fæ fá komment.. þá finnst mér enginn vera að lesa rövlið mitt...
En enn og aftur, ég öfunda ykkur ekkert smá.. það er bara eins og þið eigið heima í einhverri paradís, svona eins og þið séuð í mjöööög löngu ferðalagi... en auðvitað eruð þið að vinna og læra og allt það líka.. en það er aukaatriði þegar veðrið og náttúran er svona frábær!
Í fyrsta lagi þá tímir maður ekki að kaupa Pizza hut pizzur á Íslandi lengur og í öðru lagi gæti maður aldrei farið í pikknikk niðrá strönd hérna.. nema kannski einn kraftaverkadag á sumri niðrí Nauthólsvík.. en þar er sjórinn alltaf ískaldur!
Ok komment dauðans lýkur! hahaha
Anna Sig., 7.6.2007 kl. 23:51
Tíhí, einmitt, mér líður líka oft eins og ég sé í endalausu sumarfríi hér í Danmörku. Síðasta sumar var ég bara eitt stórt sælubros allt sumarið, alltaf að gera eitthvað skemmtilegt í geggjuðu veðri og þetta sumar er þegar farið að lofa góðu og eiginlega búið að vera sumar síðan í apríl :) Veit þetta hljómar örugglega frekar "laim" oft sem ég er að skrifa... en svona er þetta bara, múhahaha!
Eydís Hauksdóttir, 8.6.2007 kl. 06:04
Elsku Eydís æji Danmörk er bara yndisleg ég er sko alveg búin að sjá það. Þvílíkur munur og hlutirnir sem hægt er að gera púff bara yndislegt.
Bið að heilsa til þín, þurfum að fara hittast.
kv. Brynja Ega
Brynja DK (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.