6.6.2007 | 10:07
Sól og blíða á Grundlovsdag
Aftur byrjuð að læra... loksins. Fór og hitti nýja leiðbeinandann minn í morgun, hann Matthew litla Elsmore, og það var bara mjög gagnlegt að fá klukkutímafund með honum til að leggja línurnar. Hann benti mér á ýmsar leiðir til að koma þessu efni frá mér og setti mér svo fyrir tvö verkefni sem ég þarf að klára fyrir næsta fund með honum eftir tvær vikur. Mér veitir sko ekki af svona aðhaldi til að þetta fari nú eitthvað að ganga hjá mér
Það er enn bara blíða og á að vera áfram næstu daga, 26 stiga hiti og sól og þrumuveður til skiptis. Í gær var Grundlovsdag hér í Danmörku og allt lokað og allir í fríi. Við hjónin vorum því bara dugleg og skelltum niður í enn fleiri kassa svo það er að verða ansi tómlegt í kringum okkur, allar hillur auðar og engar myndir á veggjum lengur. Verðlaunuðum okkur svo seinni partinn og fengum okkur göngutúr á Strikinu í góða veðrinu og hvíldum okkur svo á útikaffihúsi í Latínuhverfinu sem var bara ljúft
Á mánudagskvöldið var okkur boðið í mat til Guðlaugar og mömmu hennar sem er í heimsókn hjá henni núna. Rosa gott að fá grilluð sparerips og ofnbakað rótargrænmeti, jammííí Sötruðum svo Corona með sítrónu og spjölluðum langt fram eftir kvöldi.
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að þú sért aftur byrjuð að læra dúllan mín..þú ert svooo dugleg! Ég er svo stolt af þér. tíhí..snilld að fá svona aðhald..til að halda sér við efnið
mmm veðrið hjá ykkur er náttla bara snilld...eitthvað annað en rigningin hérna..megin. MMM hljómar svo vel..göngutúr í góða veðrinu..setið á útikaffihúsi..og matarboð og kaldur Corona..mmm bara ljúft.
knús og kossa
missjú aks
Anna Kristín (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 08:43
hvar eru börnin spyr ég?? nei ég segi bara svona.. þú talaðir eins og þið væruð barnlaus..
Eru endalausir frídagar í denmark spyr ég? Og afhverju getur þetta snilldarveður ekki verið hérna á Íslandi líka? *öfundssjúk*
Anna Sig., 7.6.2007 kl. 11:55
Hvaða börn?? Guttarnir eru nú bara að skottast í kringum okkur í þessu öllu saman, þeir eru líka að pakka og skreppa í bæinn og fara með okkur í matarboð... sorrý Anna mín, ég skal reyna að vera nákvæmari ;)
Eydís Hauksdóttir, 7.6.2007 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.