3.6.2007 | 15:27
Veislustand
Hmmm... veit ekki alveg hvað ég ætla að skrifa núna því það er svo sem ekkert nýtt í fréttum. Hér er bara verið að pakka jafnt og þétt í kassa og spenningurinn magnast með hverjum deginum. Húsgögnin hafa ekki selst ennþá en við erum búin að fá kaupanda af uppþvottavélinni og við ætlum að lána þvottavélina okkar í eitt ár svo nú þvæ ég eins og berserkur til að birgja mig upp af hreinum þvotti svo ég geti verið þvottavélalaus í ca. þrjár vikur.
Á föstudagskvöldið fórum við í grillveislu heima hjá Anne Sofie, bekkjarsystur Eyþórs Atla. Hún býr á bóndabæ rétt fyrir utan Tilst og það er orðin hefð á hverju vori að halda sumarhátíð fyrir allan bekkinn og fjölskyldur þeirra. Þetta var mjög skemmtilegt og margir af foreldrunum sögðu okkur að strákanna yrði sárt saknað þegar við yrðum flutt yfir í hinn endann á borginni. En það er aldrei að vita nema við bjóðum kannski nokkrum af krökkunum í heimsókn einhverja helgina í ágúst eða september því Eyþór Atli á svo marga góða vini í þessum bekk.
Í gærkvöldi komu Søren, Yuliya og Yuriy í matarboð til okkar og urðu ekkert smá glöð þegar við sögðum þeim frá nýja húsinu. Þau búa nefnilega í Skæring sem er næsta hverfi við Studstrup svo það verður miklu styttra á milli okkar heldur en núna og strákarnir fara í Skæring skóla eins og Yuriy. Svo horfðum við náttúrulega á landsleikinn í sjónvarpinu á milli Danmerkur og Svíþjóðar og erum enn að jafna okkur eftir þennan stórfurðulega endi sem gerðist 30 sekúndum fyrir leikslok. Staðan þá var 3-3 og einn af dönsku landsliðsmönnunum kýldi einn Svíann í magann og fékk rautt spjald og víti dæmt á sig... sem varð til þess að blindfullur áhorfandi hljóp inn á völlinn og reyndi að kýla dómarann. Dómararnir urðu svo reiðir að þeir dæmdu Dönum tap og tóku af þeim öll þrjú mörkin svo leikurinn endaði 3-0. Þessi aumingja áhorfandi er nú á öllum forsíðum blaðanna í dag og er talinn í lífshættu því öll danska þjóðin er vægast sagt brjáluð yfir því sem hann gerði og kostaði þá sæti í EM.
Í dag er svo búin að vera þvílík blíða og 25 stiga hiti og við erum bara búin að vera að chilla hérna út í garði í allan dag og erum orðin ein risastór brunarúst...
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gaman að guttarnir fari í sama skóli og Yuriy..gott að þekkja einhvern á nýjum stað. ji ertu ekki að grínast með fótboltann..kræst..ég ætti kannski að fara að fylgjast með fótboltanum..ef þetta getur verið svona spennandi..hehe
knúsknús
aks
Anna Kristín (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 04:15
Alltaf nóg að gera hjá þér Eydís sé það að msninu þínu púff. Passaðu þig nú líka að slaka aðeins á og njóta veðursins. Sama á mínum bæ soldar brunarústir en bara gott.
Gangi ykkur vel að pakka þetta er allt svo spennandi.
kv. Brynja og co.
Brynja DK (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 08:36
Rosalegur leikur maður!! Og ekki sér enn fyrir endann á þessu öllu saman. Ég held að fótboltabullan eigi metið í að vera á þynnkubömmer. Gott á hann segi ég nú bara .
Til hamingju með að vera komin í átak bæði og farin að breyta lífsstílnum til betri vegar. Mikið er ég glöð að síðan mín nýtist ykkur eitthvað, enda er það takmarkið að hún sé fólki til gagns og jafnvel gamans . Endilega spyrjið mig ef þið hafið einhverjar frekari spurningar í sambandi við hollt mataræði eða hreyfingu.
Gangi ykkur vel að pakka !!
Ragnhildur Þórðardóttir, 6.6.2007 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.