30.5.2007 | 06:59
Þrjár vikur í flutning
Tíminn flýgur áfram og í dag eru nákvæmlega þrjár vikur í 20. júní, daginn sem við flytjum af Stavnsvej. Þá fer búslóðin í geymslu í tíu daga í strandhúsinu og við förum í geymslu upp í Hinnerup. Þann 1. júlí fáum við svo húsið afhent og getum byrjað að koma okkur fyrir :) Við erum meira að segja búin að pakka niður í tvo kassa svo þetta er allt saman að byrja. Það er verst hvað ég er tjúnuð yfir þessu öllu saman því ég sef ekkert á nóttunni :( En Þóra nuddari ætlar að taka mig í gegn í föstudaginn og vonandi tekst henni að róa mig niður svo ég fái nú einbeitinguna og svefninn til baka. Lærdómurinn er líka fokinn út í veður og vind og ég man ekki lengur hvað ég er að skrifa um...
Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang hjá restinni af fjölskyldunni. Strákarnir kepptu í fótbolta í gær og eiga að keppa aftur í dag. Hilmar keppti meira að segja líka í fótbolta í gær á einhverju fyrirtækjamóti svo ég fór ein með litlu guttana að keppa og þurfti að aka alls 110 kílómetra fram og til baka á völlinn sem var einhvers staðar lengst út í rassgati. Næst á dagskrá er svo foreldraviðtal hjá Val Snæ í dag og læknisskoðun hjá honum á föstudaginn. Svo er sumarhátíð hjá bekknum hans Eyþórs Atla á föstudagskvöldið heima hjá bekkjarsystur hans sem býr á sveitabæ fyrir utan Tilst og mig er farið að gruna að ég endi líka ein með guttana þar því Kiddarnir á Stavnsvej eru að plana einhverja bjórferð til Álaborgar á sama tíma...
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.