Þrjár vikur í flutning

Tíminn flýgur áfram og í dag eru nákvæmlega þrjár vikur í 20. júní, daginn sem við flytjum af Stavnsvej. Þá fer búslóðin í geymslu í tíu daga í strandhúsinu og við förum í geymslu upp í Hinnerup. Þann 1. júlí fáum við svo húsið afhent og getum byrjað að koma okkur fyrir :) Við erum meira að segja búin að pakka niður í tvo kassa svo þetta er allt saman að byrja. Það er verst hvað ég er tjúnuð yfir þessu öllu saman því ég sef ekkert á nóttunni :( En Þóra nuddari ætlar að taka mig í gegn í föstudaginn og vonandi tekst henni að róa mig niður svo ég fái nú einbeitinguna og svefninn til baka. Lærdómurinn er líka fokinn út í veður og vind og ég man ekki lengur hvað ég er að skrifa um...

Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang hjá restinni af fjölskyldunni. Strákarnir kepptu í fótbolta í gær og eiga að keppa aftur í dag. Hilmar keppti meira að segja líka í fótbolta í gær á einhverju fyrirtækjamóti svo ég fór ein með litlu guttana að keppa og þurfti að aka alls 110 kílómetra fram og til baka á völlinn sem var einhvers staðar lengst út í rassgati. Næst á dagskrá er svo foreldraviðtal hjá Val Snæ í dag og læknisskoðun hjá honum á föstudaginn. Svo er sumarhátíð hjá bekknum hans Eyþórs Atla á föstudagskvöldið heima hjá bekkjarsystur hans sem býr á sveitabæ fyrir utan Tilst og mig er farið að gruna að ég endi líka ein með guttana þar því Kiddarnir á Stavnsvej eru að plana einhverja bjórferð til Álaborgar á sama tíma...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband