29.5.2007 | 11:19
Tinni Túrbó
Hvítasunnuhelginni lokið og aftur kominn venjulegur virkur dagur. Veðrið var ekkert spes um helgina en það skipti svo sem engu máli þar sem við vorum bara að stússast í flutningum með Guðlaugu og Sissa síðustu tvo daga. Nú eru þau flutt í nýja fallega húsið sitt í Nørring svo maður er aðeins búin að fá smjörþefinn af því hvað þetta verður gaman hjá okkur.
Ein gleðin í viðbót við flutninginn er sú að þá getur Tinni gamli flutt aftur til okkar. Hann er búinn að vera í pössun hjá mömmu og pabba í tvö ár þar sem við megum ekki vera með dýr í húsnæðinu sem við höfum núna. Hann var svaka grannur, stæltur, kolsvartur og tígurlegur eins og pardus þegar við fluttum hingað út... en nú er hann búinn að vera í svo góðu yfirlæti hjá afa sínum og ömmu að hann líkist helst Garfield núna, dragandi ístruna eftir jörðinni, hehe. Svo að um leið og við fáum húsið verður Tinna skutlað upp í næstu flugvél og við vonum að hann fái ekki áfall þegar hann fer út í garð í nýja húsinu. Það koma víst alls kyns skógardýr í heimsókn þangað eins og t.d. kanínur, hérar, íkornar, broddgeltir og meira að segja bambar :-)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ji en æðislegt..það verður snilld fyrir ykkur að fá Tinna til ykkar
haha hlakka til að sjá myndir af honum...eins og garfield hehe knúsknús
anna kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.