Pinse

Nú er hvítasunnuhelgin eða pinseweekend eins og hún er kölluð hér í Danaveldi. Allir í fríi og við erum bara búin að hafa það nokkuð náðugt. Strákarnir skruppu í afmælisveislu frá 17-20 á föstudaginn og við Hilmar gripum tækifærið og skelltum okkur í bæjarferð. Langt síðan við höfum farið bara tvö í bæinn og rölt um Latínuhverfið. Það er svo mikið af litlum, skemmtilegum og skrítnum búðum þar með svona öðruvísi hluti. Keyptum okkur flottar diskamottur fyrir nýja húsið í einni búðinni, orkustein í búðinni Ametyst og svo fullan poka af Jelly Belly nammi í þriðju búðinni. Enduðum svo á að fá okkur gott að borða á ítölsku útiveitingahúsi og skáluðum fyrir strandhúsinu :)

Í gær fórum við svo í bíó ásamt Sissa og krökkunum og sáum Pirates of the Carabean III. Sátum í bíósalnum í heila þrjá tíma án hlés og mér finnst það allt of langt... það hefði alveg mátt klippa þetta aðeins meira niður eða skipta þessu í tvær bíómyndir. Hilmar og Sissi sofnuðu báðir en krökkunum fannst þetta rosa gaman og byrjuðu að skylmast eins og sjónræningjar um leið og þau komu út úr bíóinu. Eftir bíóferðina fórum við Hilmar með strákana í göngutúr í botaniske have í Marselíuborgarskógi. Fullt af fallegum og skrítnum trjám þar og margar litlar tjarnir með alls kyns fuglum, fiskum og skjaldbökum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með draumahúsið! Svo sannarlega leikur lífið við ykkur, enda á það að vera þannig, amk stundum ekki satt! Þetta er eins og draumur í dós..láttu mig vita þegar þú sérð lítinn bondegaard til sölu handa okkur! Hér er sól en ekki svo heitt..fólk í garðvinnu á fullu, fuglar syngja en samt er smá snjór í Esjunni ennþá:) Knús á línuna....

Svava Björk frænka (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 12:08

2 identicon

Til hamingju med nyja husid. Loksins verdur plass fyrir ykkur øll.....

Kvedja

Oddny (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband