The law of attraction

Lífið er svo skrítið stundum og fullt af skrítnum tilviljunum... eða eru þetta kannski engar tilviljanir ;) Fyrir ca. 3 vikum setti ég mynd af fallegu húsi sem ég fann á netinu á desktoppið á tölvunni minni og í hvert skipti sem ég sá þetta hús... sem var auðvitað oft á dag... reyndi ég að laða það til mín og gerði það þar með að draumahúsinu mínu. Og hvað er búið að gerast núna? Ég er að fara að flytja inn í það eftir mánuð! Við vorum búin að skoða tvö önnur hús sem okkur leist bara nokkuð vel á... en fengum þau ekki og hvorugt þeirra vakti upp hjá okkur sömu tilfinningu og strandhúsið góða. Um leið og við sáum það og gengum inn í það vorum við bara gagntekin af þeirri tilfinningu að þetta væri nákvæmlega draumahúsið okkar. Nokkrum klukkutímum áður en við fórum að skoða það, dró ég eitt spil á "spámaður.is" og spilið var númer tvö í stöfum. Talan tveir á spilinu var skrifuð með rómverskum tölum svo þar blasti við mér talan ellefu... strandhúsið okkar stendur við Blishønevej 11. Lýsingin í spilinu var eitthvað á þá leið að ég og félagi minn þyrftum að taka stóra ákvörðum um næsta skref í lífi okkar og breytingarnar yrðu okkur og öðrum sem tengjast okkur til góðs. Áðan var ég að fá sendingu með póstinum frá H&M sem ég pantaði fyrir mörgum vikum og var búin að steingleyma hvað væri í pakkanum. Þegar ég opnaði hann voru í honum strandföt á báða strákana og meira að segja strandskór til að vaða út í vatnið... hmmmm... spúkí!

Í gærmorgun setti ég nýja mynd á desktoppið mitt og hún er af fullt af pengingaseðlum og í hvert skipti sem ég horfi á hana segi ég við sjálfa mig að peningarnir flæði inn í líf mitt, þeim bara rignir bókstaflega yfir mig (hehe, veit ykkur finnst ég stórskrítin núna). En svo dró ég aftur eitt spil hjá spámanninum góða og þar stóð að nægtir myndu flæða inn í líf mitt. Hilmar kom svo heim úr vinnunni í gær og tilkynnti mér að hann hefði fengið launahækkun... og hvað gerðist fyrir mig í gær... ákvað ég ekki upp úr þurru að fara að selja alls kyns húsgögn og heimilistæki sem ég hef ekki þörf fyrir. Aldrei áður hefur mér dottið í hug að selja neitt sem ég ætti, hef alltaf bara hent því þegar ég kaupi mér nýtt. Áðan kom pósturinn með bréf frá leigumiðluninni þar sem þeir sögðu að þeir hefðu móttekið uppsagnarbréfið frá okkur, væru búnir að heyra frá nýja leigjandanum sem ég fann fyrir þá og myndu endurgreiða okkur hluta af leigutryggingunni sem við greiddum þeim fyrir tveim árum og samsvaraði þriggja mánaða leigu.

Trúið þið nú að hugarorkan virki???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég veit að hugarorkan virkar..hef endalaust margar sögur af því úr eigin lífi og hef á einhvern hátt vitað síðan ég var mjög ung. Alveg frábært hve vel gengur hjá ykkur. Þú talar um tilviljun..minn skilningur á því orði er þessi..að hafa vilja til...og þar með er maður byrjaður að virkja þessa orku til að skapa það inn í líf manns sem maður vill hafa þar. Svo birtist hluturinn eða aðstæður verða til og fólk..hrópar hvílík tilvijun!!!!!

Frábært bara..vona að alheimurinn haldi áfram að hella yfir ykkur allsnægtunum... Það er nefninlega nóg af góðu fyrir alla!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2007 kl. 11:46

2 identicon

vá þetta er snilld! já hugarorkan virkar það er sko alveg víst.!!!!

Þetta er algjör snilld..ég ætla að fara að nota hugarorkuna meira og laða til mín það sem mig langar í ..og það sem mig dreymir um..best að finna myndir af því sem mig langar í ..og setja það á desktopið..svona af því mig langar í stærri íbúð og svefnherbergi!

knús knús miss jú aks

Anna Kristín sem er á fullu m.hugarorkuna (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 11:47

3 identicon

Býst við að þú hafir horft á myndina "The Secret" ... snilldar mynd og nokkuð merkilegt að þetta virkar ef maður fókusar á þetta. 

 Gerði svona netta tilraun um daginn þegar ég fara að fara á rosopomodora að borða á laugarveginum ... hugsaði og sá fyrir mér frábært bílastæði og var viss um að fá flott stæði... svo rúnta ég og sé að ég er að nálgast staðinn .. og bara vá.. þarna er stæði rétt hjá! og auðvitað tók bílinn fyrir framan mig það, þannig að ég keyrði aðeins lengra og þar var stæði beint fyrir framan staðinn þurfti bara að opna hurðina og labba beint yfir götuna.

Einar Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband