Húsgögn til sölu... kosta eina tölu

Við erum nú alveg að verða búin að ná okkur niður eftir allan æsinginn með þessi húsamál á þriðjudaginn. Það varð bara spennufall hjá okkur um kvöldið eftir að hafa svarað fullt af fyrirspurnum um íbúðina okkar, þrifið og tekið til, sýnt íbúðina, skrifað uppsagnarbréf og komið því í póst, gengið frá nýjum leigjanda og haft samband við fólkið í strandhúsinu til að tryggja að við fengjum það nú örugglega. Við hefðum getað leigt íbúðina okkar tíu sinnum út því það voru svo margir sem sýndu henni áhuga.

Ég svaf svo eins og steinn á aðfararnótt miðvikudagsins, gjörsamlega búin á því eftir allan þennan spenning :) Fór svo fersk í skólann og vann allan daginn í ritgerðinni minni. Í gærkvöldi fórum við svo í matarboð til hjónanna í strandhúsinu og skrifuðum undir leigusamninginn. Þetta var bara mjög kósý kvöld og við grilluðum roastbeef úti í garðinum og drukkum rauðvín með. Smá svona forskot á sæluna sem koma skal... eftir rúman mánuð :) Svo röltum við um húsið með þeim og pikkuðum út hvað við vildum nota af þeirra húsgögnum og hvað ekki... svaka gaman, svona eins og maður væri í innkaupaferð og gæti bara bent á allt sem manni langar í ;)

Fljótlega ætlum við svo að setja auglýsingu í Den Blå Avis og selja nokkra hluti sem við eigum og viljum gjarnan losna við. Gott að nota núna tækifærið til að hreinsa aðeins til hjá sér þar sem við fáum svo mikið af húsgögnum lánað hjá hjónunum. Ef einhverjum vantar þvottavél, uppþvottavél, sófasett, skrifborð eða kommóðu þá er bara að hafa samband :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís,

Ég sá bloggið þitt á msn og varð auðvitað að kíkja ;-) Til lukku með nýja húsið, algjör draumur heyrist mér. Þið eigið eftir að hafa það svakalega gott í öllu þessu plássi :-)

Magga í Skejby (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:50

2 identicon

jiekkert smá spennandi..gangi ykkur vel að selja dótið..

knjús aks 

Anna Kristín (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband