22.5.2007 | 16:36
Stuðstrumpar
Nú er sko allt að gerast og ég get sko alls ekki þagað yfir því... Fórum að skoða æðislegt hús við ströndina í Studstrup í gærkvöldi og urðum bara ástfangin upp fyrir haus. Mjög indæl hjón um fimmtugt sem eiga það sem ætla að sigla á skútunni sinni um Miðjarðarhafið í eitt ár frá 1. júlí. Við Hilmar vorum svo spennt þegar við komum heim í gærkvöldi að við lágum bæði andvaka í alla nótt að hugsa um húsið. Hringdum svo áðan í hjónin og spurðum hvort þau vildu leigja okkur það og þau héldu það nú! Buðu okkur í mat til sín annað kvöld til að ganga frá málinu :) Ég er svo glöð að ég er að springa!
Samkvæmt leigusamningnum okkar hér á Stavnsvej þurfum við að segja upp íbúðinni okkar með þriggja mánaða fyrirvara en leigufélagið samþykkti að gera undantekningu við okkur um mánaðaruppsagnarfrest ef við gætum sjálf fundið leigjendur frá 1. júlí og flutt úr íbúðinni 20. júní svo hægt sé að græja hana fyrir nýja leigjendur.
Það er bara eins og okkur sé ætlað að gera þetta því að á hálfum sólarhring erum við búin að skoða húsið, fá það samþykkt, segja upp íbúðinni hér á Stavnsvej, finna leigjanda, fá ókeypis búslóðageymslu í 10 daga og líka búið að bjóða okkur gistingu í þessa 10 daga :-)
Svo það er bara mánuður í flutning, dísjús kræst! Húsið í Studstrup er sem sagt í mjög rólegu hverfi 14 kílómetra frá miðbæ Árósa, alveg við ströndina og er hvorki meira né minna en 210 fermetrar. Við eigum eftir að fá víðáttu brjálæði þar sem við höfum búið í 80 fermetrum í 12 ár! Og þessi hjón spurðu okkur hvort við gætum ekki líka notað eitthvað af þeirra húsgögnum meðan við byggjum þarna svo þau þyrftu ekki að pakka öllu í geymslu. Það hentar okkur náttúrulega bara stórvel þar sem við eigum nú ekki húsgögn til að fylla alla þessa fermetra. Efri hæðin í húsinu er 140 fermetrar með stóru eldhúsi, stofu, baðherbergi og þrem svefnherbergjum og kjallarinn er 70 fermetrar með stóru gestaherbergi og baðherbergi með nuddbaðkari! Svo nú verður BARA gaman að fá gesti, nóg pláss og tveggja mínútna gangur á ströndina :)
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geðveikt bara!! Vá hvað ykkur hefur verið ætla að flytja þangað frábært samgleðst ykkur mikið. Svo við verðum næstum því nágrannar allavega styttra á milli okkar og ströndin bara við næsta leiti. Frábærar fréttir og bara til hamingju.
Kær kveðja Brynja.
Brynja DK (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 17:11
Góðan daginn flotta f´jölskylda.
Innilega til hamingju með þessar frábæru breytingar! Mikið verður þetta gaman hjá ykkur, þetta hljómar eins og í bíómynd:-) Geggjað. Hlakka til að sjá myndir af herlegheitunum.
Knús til ykkar
Rósa G og co
Rósa G (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 08:15
Vá en æðislegt! ji til lukku..þetta verður æðislegt fyrir ykkur.
knús á línuna
Anna Kristín (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 08:28
Til hamingju með þetta!! Geggjað alveg hreint og svo var ég að lesa að það er spáð öðru hitamets sumri í Danmörku! Ég ímynda mér að þetta sé eins og strandhúsið hans Michael í Melrose Place! Vona bara að þið verðið ekki eins klikkuð og hann sem ég held að sé engin hætta á!!
Anna Sig., 23.5.2007 kl. 11:25
ji..veistu ég væri svo meira en til í að kíkja við í strandhöllinni ykkar í sumar..spurning að skoða vel..ofan í alla vasa :)
tíhíknúslove miss u
aks
Anna Kristín sem langar í gott sumar :) (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 13:32
Frábært - þetta er bara ætlað ykkur - það verður nú ekki leiðinlegt að sitja í sólstólnum og horfa út á hafið ;-) Innilega til hamingju.
kær kveðja
Sigrún Harpa.
Sigrún Harpa. (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.