21.5.2007 | 11:48
Sunnudagur til sælu
Við hjónin vorum bara mjög dugleg í gær þó ég segi sjálf frá. Ég byrjaði nú daginn á því að baka hjónabandssælu... svona til að styrkja hjónabandið ;-) Nei, reyndar var mig að dreyma að ég væri að baka hjónabandssælu þegar ég vaknaði og var bókstaflega með bragðið í munninum, svo ég rauk fram úr, inn í eldhús og byrjaði að baka. Fyrsta skipti sem ég baka hjónabandssælu og hún tókst bara þrusuvel og kláraðist á 10 mínútum þegar Valur Snær kom arkandi inn með þrjá félaga sína á hælunum. Eyþór Atli missti af þessu öllu saman þar sem hann hjólaði snemma um morguninn til Timm sem er með honum í bekk.
Hilmar þreif alla gluggana á húsinu að utan svo nú þarf ég ekki lengur að skammast mín fyrir að eiga skítugustu gluggana á Stavnsvej, veiii. Svo slógum við grasið, reittum arfa, bárum áburð á túnið og vökvuðum blómin svo nú er allt ógilega fínt í litla garðinum okkar. Það er bara gaman að vinna svona í garðinum þegar veðrið er svona gott, sól og hiti, ummm... Enduðum svo daginn á að grilla kjúklingabringur og borða út í garði í kvöldsólinni og stundum yfir því hvað lífið væri nú ljúft og gott :)
Ég sagði Val Snæ í gær frá öllum gestunum sem eru væntanlegir til okkar í sumar og hann var fljótur að svara því til að ástæðan fyrir því að allir vildu heimsækja okkur væri örugglega af því að við værum svo skemmtileg! Og líka af því að við búum í Danmörku og þeir sem búa á Íslandi vilja kannski hitta okkur... alla vegana svona annað slagið.
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
mmm vá hvað þetta hljómar vel.. vinna í garðinum saman í góðu veðri og borða úti í kvöldsólinni.. bara nice! Þið eruð svo dugleg.
miss u
aks
Anna Kristín (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.