20.5.2007 | 12:29
Sumarið komið aftur
Nú er ég sest út í garð í sólbað sem er nokkuð sem ég er ekki búin að geta gert í nokkrar vikur vegna skýjaðs himins og rigningaskúra. Þvílíkt gott að láta sólina ylja sér, sól og 23 stiga hiti núna. Ég er meira að segja alveg búin að missa litinn sem ég var búin að fá í góða veðrinu hér í apríl... svo það er eins gott að fara að vinna það upp aftur.
Í gær, þegar við Guðlaug vorum búnar að læra, tókum við strætó upp í Hinnerup þar sem Hilmar og strákarnir voru hjá Sissa og krökkunum. Fengum þessar fínu vöfflur og náðum fyrri helmingnum af Man.Utd á móti Chelsea... og urðum fimmtíukalli fátækari eftir veðmál við Sissa um að liðið okkar myndi nú verða Englandsmeistarar :-(
Fórum svo upp í Harlev að passa Axel og Ara fyrir Hildi svo hún og Brynja gætu nú skellt sér á George Michael. Skil ekkert í Hilmari að bjóða mér ekki á þessa tónleika þar sem Goggi Mega er nú í miklu uppáhaldi hjá mér og við Hilmar byrjuðum meira að segja saman við Careless Whisper... á Duus Hús í eldgamla daga, tíhí.
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé þetta fyrir mér; þú í Levi's gallabuxum og bleikum bol og Hilmar í brúna kögurleðurjakkanum, að dansa vangadans á Duus. Lagið Careless whisper hljómar og Hilmar tekur permanent hárlokkinn þinn frá eyranu og hvíslar; "Eydís viltu byrja með mér?" - Við vitum svo framhaldið!
Anna Sig., 20.5.2007 kl. 18:28
Haahah, þú ert ótrúleg Anna og þetta er meira að segja eiginlega óhugnarlega rétt hjá þér. Þetta gerðist 1992 á því herrans hallæris ári og ég var meira að segja með þykkan trefil um hálsinn í þokkabót og í bleiku og hvítu L.A. Gear strigaskónum mínum....
Eydís Hauksdóttir, 21.5.2007 kl. 11:57
haha afhverju fattaði ég ekki að skrifa LA gear skó!!! Svo var líka mjög töff að vera í þunnum hettubolum og hafa hettuna yfir vindjökkum eða Mr. Jones gallajökkum
Anna Sig., 21.5.2007 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.