Bara lærdómur

Búin að sitja með Guðlaugu minni niður í skóla síðan klukkan níu í morgun... og það er btw laugardagur! Nú er klukkan orðin hálf tvö og við erum eiginlega búnar að fá nóg, enda angar allt af reykingarstybbu hér í kringum okkur því við sitjum svo nálægt reykherberginu, jakk! Lentum í vandræðum með að finna sæti því það eru próf í nær öllum stofum hér og þeir sem ekki eru í prófi eru að lesa fyrir próf.

Í gærkvöldi skelltum við fjölskyldan okkur á Byens Burger og fengum þá í fyrsta skipti almennilega hamborgara hér í Danmörku. Fórum svo í bíltúr um hin ýmsu úthverfi Árósa til að leita að draumahúsinu okkar, ekkert fundið ennþá en það er aldrei að vita hvað gerist ef við erum nógu öflug í að beita hugarorkunni ;-)

Strætó kemur eftir 10 mínútur svo ég ætla að hætta að blaðra núna og stökkva héðan út og taka mér helgarfrí það sem eftir er helgarinnar, vei, vei, vei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá duglegar..að vera mættar kl. 9 á laugard.morgni. knús og góða helgi 

Anna Kristín (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband