Leti-draugurinn

Mætt í skólann og löngu orðið tímabært enda er klukkan orðin hálf þrjú. Það er ekkert smá leiðinlegt að þurfa að læra þegar restin af fjölskyldunni er í fríi, bara eiginlega vonlaust mál fyrir mig. Búin að chilla endalaust í gær og í dag, píndi mig til að skrifa í einhverja tvo tíma í gær og ætla að skrifa í tvo til þrjá tíma í dag... úff hvað ég þarf á sparki í rassgatið að halda.

Skruppum í bíltúr í gærkvöldi sem endaði með heimsókn til Søren og Yuliyu í Skæring... sem hundskömmuðu okkur fyrir að hafa ekki látið sjá okkur í sex vikur. Ekkert smá sem tíminn flýgur áfram, finnst eins og það sé svona vika síðan við vorum í mat hjá þeim á föstudeginum langa. Annars er ég alltaf með hálfan hugann við leigusíðurnar hérna að skyggnast um eftir stærra húsi þar sem allir eiga sitt eigið herbergi, helst gestirnir líka. Erum búin að skoða tvö hús upp í Hinnerup en fengum svo hvorugt þeirra... enda aðeins of dýr fyrir okkur. Er svo búin að senda fyrirspurnir um tvö hús, eitt hér rétt hjá okkur í Tilst og hitt við ströndina í Studstrup, rétt norðan við Skæring. Ætti samt ekkert að vera að hugsa um þetta núna en svona er ég bara, alltaf komin einu skref á undan sjálfri mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ dúlls..það er svo eðlilegt að hugsa um alla aðra hluti en að læra..hehe ég verð aldrei eins dugleg heima..og þegar ég á að vera læra. Vertu nú dugleg að skrifa.

knúsknús aks

Anna Kristín (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Takk fyrir það Anna Kristín, öfunda þig ekkert smá af því að vera búin með öll skólaverkefnin núna....

Eydís Hauksdóttir, 18.5.2007 kl. 14:13

3 identicon

Sælar oh hvað við erum ótrúlegar góðar við okkur æji það er svo gott bara að dúllast með fjölskyldunni tala nú ekki um þegar hinir eru í fríi.  En gott hjá þér að fara bara uppí skóla og reyna skrifa bara tuff tuff koma þessu frá sér.

Baráttulærikveðja

Brynja DK

Brynja DK (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband