Hér er bolti, um bolta, frá bolta, til bolta

Var að lesa frétt á mbl áðan um Kolbein Sigþórsson, litla bróður hans Sissa. Strákurinn bara búinn að fá tilboð frá ARSENAL, ekkert smá flott hjá 17 ára gutta! Eyþór Atli heldur ekki vatni yfir þessu öllu saman og ætlar sko að vera staddur í þessum sporum eftir 7 ár, ekki spurning!

Annars eru samantekin ráð í gangi um að koma litla þrjóska Valsaranum í boltann líka og okkur er búið að takast að dobbla hann á eina æfingu og hann er búinn að spila einn leik... og er tilbúinn að prófa aðeins meira. Mamma er meira að segja að hjálpa til og er búin að fá innkaupalista frá honum um hvað hann vanti helst í sambandi við fótboltann. Hann bíður nú spenntur og kíkir í póstkassann á hverjum degi til að athuga hvort pósturinn sé búinn að stinga fótboltaskóm, legghlífum, markmannshönskum eða fótboltasokkum í póstkassann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband