Veikindi

Gærkvöldið var bara mjög notalegt. Guðrún Björk á móti bauð okkur skvísunum á Stavnsvej í mat í tilefni af 35 ára afmælinu sínu og við fengum rosalega góð kjúklingaspjót og tilheyrandi. En svo varð ég bara veik í nótt... og er búin að liggja í rúminu drulluslöpp í allan dag. Eyþór Atli hringdi svo í mig klukkan ellefu úr skólanum því honum leið líka eitthvað illa. Svo nú liggjum við mæðginin bæði í rúminu og höfum það ekkert of gott... hundfúlt!

Annars stendur fótboltastrákurinn minn sig bara þrusuvel eins og alltaf og byrjaði tímabilið með trompi. Hann er búinn að keppa fjóra leiki og skora níu mörk :-) Það versta er að hann á örugglega eftir að setja okkur á hausinn því hann er sko atvinnumaður í fótbolta og er búinn að semja við okkur um greiðslu fyrir hvert mark sem hann skorar í leik... og svo skorar hann bara og skorar, jæks!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Blessuð Eydís,

Rakst á bloggið þitt á vafri um vefinn.  Alltaf gaman að frétta af gömlu samstarfsfólki.  Gangi þér vel með ritgerðina, mér líst mjög vel á efnið sem þú valdir þér að skrifa um.

Góðan bata í veikindunum!

Ragnhildur Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Anna Sig.

Hann á eftir að borga ykkur það tilbaka þegar hann fer að spila í enska boltanum eftir 10 ár eða svo! ;) Eiður Smári hvað??

Anna Sig., 16.5.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: Eydís Hauksdóttir

Hahaha, já hvort hann fær að borga! Eyþór Atli segir sjálfur að hann ætli að kaupa handa okkur hús á Spáni og sportbíl þegar hann er kominn á samning ;-)

Eydís Hauksdóttir, 16.5.2007 kl. 17:05

4 identicon

Geggjað með drenginn rosalega er hann duglegur.  Flott að hann viti sko hvað á að gera fyrir mömmu og pabba glæsilegt.  Ekki gott að þið eruð veik æji svo ég vona að ykkur batni sem fyrst og njótið frísins.

Kveðja úr Ega.

Brynja DK (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:37

5 identicon

Eyþór Atli er náttla bara snillingur :)

knúknús 

Anna Kristín (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband