15.5.2007 | 07:19
Læri, læri, lær
Klukkan er níu og við Guðlaug mættar galvaskar á Stats Bibliotekið með skólabækur og Herbalife te okkur til halds og trausts. Nú á bara að massa lærdóminn í dag þar til synir okkur fjórir keppa í fótbolta seinnipartinn. Annars er bara allt við það sama, sól og rigning til skiptis þessa dagana og allir voða uppteknir í skólum og vinnum. Fjögra daga frí framundan á ekki morgun heldur hinn þar sem Dönum finnst mjög gaman að taka svona auka frídaga þegar það koma rauðir dagar eins og Uppstigningardagur. Sem sagt frí fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Ég ætla nú reyna að vera dugleg að læra einhvern af þessum dögum þó að Hilmar og strákarnir verði í fríi. Það er bara harkan sem gildir núna!
Um bloggið
Lífið í Løgten
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þið duglegar mættar bara á bókasafnið þetta kallar maður hörku. Ég sit nú bara hérna heima og reyni að læra en hugsa til ykkar. Elska commendið frá þér það er æðislegt.
Áfram með ritgerð ekkert frí framundan kannski bara smá svona til að lyfta sér upp með fjölskyldunni. Þetta verður svo gott þegar þetta er búið.
Áfram Áfram.
Brynja DK (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.