Lokaritgerðin

Í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera.... Ég er bara rosalega ánægð með afrakstur dagsins hingað til. Ég er LOKSINS BYRJUÐ á þessari blessaðri lokaritgerð minni sem er búin að standa í mér eins og risastór kartafla í allan vetur. Búin að breyta ritgerðarefninu eina ferðina enn og er aftur komin inn á mannauðsstjórnunarlínuna eins og í Bachelor-ritgerðinni. Ég er sem sagt komin í hring og ég held að ég sé loksins búin að finna mig eftir langa og villuráfandi leit í mörg ár :-)

Þetta verður lögfræðiritgerð um mismunun í starfsmannaráðningum vegna kyns, þjóðernis eða trúarbragða. Ætla að skrifa um mál sem hafa farið fyrir Evrópu-dómstóla vegna slíkrar mismununnar. Ég vona að þetta sé endanleg ákvörðun hjá mér því ég er alla vegana mjög sátt við efnið og finnst það spennandi. Ég er meira að segja komin með besta fáanlega leiðbeinandann í þessu efni. Hann heitir Matthew Elsmore og er enskur lögfræðingur sem kenndi mér "Law of the single market" (og er mega sætur líka). Búin að byggja upp beinagrind að mastersritgerðinni og get meira að segja troðið inn í hana "Masculinity versus Femininity" ritgerðinni minni sem ég skrifaði um daginn. Gaman, gaman :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið að beljan bar maður lifandi Gangi þér ofsalega vel að skrifa strumpa mínég huxa til þín

 Er einmitt að fara á The Secret á morgun hlakka til þá fara allir mínir draumar að rætast líka jibbbííííí

Helga J (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:15

2 Smámynd: Anna Sig.

Gangi þér vel að skrifa!

Anna Sig., 14.5.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lífið í Løgten

Höfundur

Eydís Hauksdóttir
Eydís Hauksdóttir
Við hjónin búum ásamt sonum okkar tveim í Danmörku. Við fluttum til Árósa í júlí 2005 í kjölfarið af útskrift minni sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði svo haustið 2005 í meistarnámi í lögum og viðskiptum Evrópusambandsins sem ég lauk í febrúar 2008. Nú vinn ég hjá indversku vindmyllufyrirtæki sem heitir Suzlon Wind Energy A/S. Hilmar er að vinna hjá frábæru fyrirtæki sem heitir Pressalit Care við að smíða sjúkrarúm og alls kyns rafknúna hluti fyrir fatlaða og einnig fyrir leikskóla. Synir okkar eru Eyþór Atli 11 ára fótboltakappi og Valur Snær 9 ára skáti.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • slum-dog-millionaire
  • slum-dog-millionaire
  • paskaegg
  • tehachapi wind farm
  • subway-eatfresh

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband